Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 31
tök hafi átt sér stað, en bótaábyrgð neitað einkum með þeim rökum, að L hefði ekki
sýnt nægilega aðgæzlusemi, eiginkonan og dóttirin hefðu verið grandsamar um
veðskuldina, sem láðst hafði að færa í þinglýsingarbók, og hagnýtt sér mistökin. í
dómi Hæstaréttar var fallizt á skaðabótakröfur L. Var talið, að L hefði mátt treysta
þinglýsingarvottorðinu (veðbókarvottorðinu) frá 21. október 1992 og ekkert væri
fram komið um, að hann hefði ekki sýnt næga aðgæzlu. Því var einnig hafnað, að
grandsemi eiginkonu A og dóttur hans, þ.e. skuldara að bréfunum, ætti að leiða til
þess að bótaréttur L félli niður. Segir að ekki þyki fært að hafna bótaskyldu með þeim
rökum einum að lántakendur hafi verið grandsamir í viðskiptum sínum við L. Þá var
einnig öðrum mótbárum, svo sem eins og þeim, að L hafi ekki takmarkað tjón sitt
svo sem honum var skylt og ætti ekki rétt á að fá útlagðan kostnað við inn-
heimtutilraunir, hafnað.
Hér kveður óneitanlega við nokkuð annan tón, en í þeim dómum, sem reif-
aðir eru að framan. Hér er t.d. ekkert að því vikið, hvaða önnur gögn lágu til
grundvallar, þegar L keypti skuldabréfin, heldur slegið föstu, að hann hafí mátt
treysta veðbókarvottorðinu, sem dagsett var sama dag og skuldabréfin voru út-
búin. Þess má geta, að L er einn stærsti lífeyrissjóður landsins og með mikla
reynslu í kaupum á skuldabréfum. Þá er það athyglisvert, að sagt er í forsendum
dóms Hæstaréttar, að ekki þyki fært að hafna bótaskyldu á þeim grundvelli
einum, að lántakendur hafi verið grandsamir. Fullyrða má þó, að þeir hafí
hagnýtt sér mistökin. Hér ber að hafa sýknudómana í H 1997 2779 og H 1998
128 til hliðsjónar, þar sem áherzla er lögð á þetta atriði, þótt fleira hafi komið
til.
I ljósi niðurstöðunnar í þeim dómi Hæstaréttar, sem síðast var reifaður,
verður ekki annað sagt, en síðasti dómur Hæstaréttar um 49. gr. þinglýsinga-
laga, sem upp var kveðinn 28. júní 1999, í málinu nr. 33/1999, hafi komið
nokkuð á óvart. Málið varðar tjón, sem kaupendur fasteignar við Aðaltún í
Mosfellbæ urðu fyrir. Atvik málsins voru í stuttu máli eftirfarandi.
H nr. 33/1999
OH keyptu fasteign af byggingarfélaginu H við Aðaltún í Mosfellsbæ, en byggingar-
félag þetta byggði húseignir við téða götu. Þegar kaupin fóm fram í febrúar 1987
hafði lóðinni verið skipt út úr heildarlóð, en þeirri ráðstöfun hafði ekki verið þing-
lýst. H fékk lánafyrirgreiðslu í Búnaðarbanka sem þinglýst var á heildarlóðina. OH
gerðu lóðarleigusamning við Mosfellsbæ, eiganda landsins, en í honum var ekki
getið um veðskuldina við Búnaðarbanka eða kvaðir varðandi veðsetningu. Bygging-
arfélagið H varð gjaldþrota í nóvember 1988, en OH ákváðu að reyna að klára eign-
ina. Þau gáfu út tvö veðskuldabréf í janúar og febrúar 1989, sem þinglýst var athuga-
semdalaust, en markmiðið var að fjármagna framkvæmdir við húsið. í marz 1989
gáfu þau út þriðja skuldabréfið, en því var þinglýst með athugasemd um að á landinu
hvíldi tryggingabréf útgefið af byggingarfélaginu H til Búnaðarbanka að fjárhæð kr.
7.200.000. Veðréttur Búnaðarbankans varð ekki vefengdur. OH misstu fasteignina
og urðu fyrir miklu tjóni. Þau höfðuðu mál á hendur ríkissjóði og Mosfellsbæ og
töldu, að mistök hefðu orðið hjá þinglýsingarstjóra, er lánið við Búnaðarbankann var
ekki fært á viðeigandi blað fasteignar þeirra strax í upphaft. Þá haft verið vanrækt
183