Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 31
tök hafi átt sér stað, en bótaábyrgð neitað einkum með þeim rökum, að L hefði ekki sýnt nægilega aðgæzlusemi, eiginkonan og dóttirin hefðu verið grandsamar um veðskuldina, sem láðst hafði að færa í þinglýsingarbók, og hagnýtt sér mistökin. í dómi Hæstaréttar var fallizt á skaðabótakröfur L. Var talið, að L hefði mátt treysta þinglýsingarvottorðinu (veðbókarvottorðinu) frá 21. október 1992 og ekkert væri fram komið um, að hann hefði ekki sýnt næga aðgæzlu. Því var einnig hafnað, að grandsemi eiginkonu A og dóttur hans, þ.e. skuldara að bréfunum, ætti að leiða til þess að bótaréttur L félli niður. Segir að ekki þyki fært að hafna bótaskyldu með þeim rökum einum að lántakendur hafi verið grandsamir í viðskiptum sínum við L. Þá var einnig öðrum mótbárum, svo sem eins og þeim, að L hafi ekki takmarkað tjón sitt svo sem honum var skylt og ætti ekki rétt á að fá útlagðan kostnað við inn- heimtutilraunir, hafnað. Hér kveður óneitanlega við nokkuð annan tón, en í þeim dómum, sem reif- aðir eru að framan. Hér er t.d. ekkert að því vikið, hvaða önnur gögn lágu til grundvallar, þegar L keypti skuldabréfin, heldur slegið föstu, að hann hafí mátt treysta veðbókarvottorðinu, sem dagsett var sama dag og skuldabréfin voru út- búin. Þess má geta, að L er einn stærsti lífeyrissjóður landsins og með mikla reynslu í kaupum á skuldabréfum. Þá er það athyglisvert, að sagt er í forsendum dóms Hæstaréttar, að ekki þyki fært að hafna bótaskyldu á þeim grundvelli einum, að lántakendur hafi verið grandsamir. Fullyrða má þó, að þeir hafí hagnýtt sér mistökin. Hér ber að hafa sýknudómana í H 1997 2779 og H 1998 128 til hliðsjónar, þar sem áherzla er lögð á þetta atriði, þótt fleira hafi komið til. I ljósi niðurstöðunnar í þeim dómi Hæstaréttar, sem síðast var reifaður, verður ekki annað sagt, en síðasti dómur Hæstaréttar um 49. gr. þinglýsinga- laga, sem upp var kveðinn 28. júní 1999, í málinu nr. 33/1999, hafi komið nokkuð á óvart. Málið varðar tjón, sem kaupendur fasteignar við Aðaltún í Mosfellbæ urðu fyrir. Atvik málsins voru í stuttu máli eftirfarandi. H nr. 33/1999 OH keyptu fasteign af byggingarfélaginu H við Aðaltún í Mosfellsbæ, en byggingar- félag þetta byggði húseignir við téða götu. Þegar kaupin fóm fram í febrúar 1987 hafði lóðinni verið skipt út úr heildarlóð, en þeirri ráðstöfun hafði ekki verið þing- lýst. H fékk lánafyrirgreiðslu í Búnaðarbanka sem þinglýst var á heildarlóðina. OH gerðu lóðarleigusamning við Mosfellsbæ, eiganda landsins, en í honum var ekki getið um veðskuldina við Búnaðarbanka eða kvaðir varðandi veðsetningu. Bygging- arfélagið H varð gjaldþrota í nóvember 1988, en OH ákváðu að reyna að klára eign- ina. Þau gáfu út tvö veðskuldabréf í janúar og febrúar 1989, sem þinglýst var athuga- semdalaust, en markmiðið var að fjármagna framkvæmdir við húsið. í marz 1989 gáfu þau út þriðja skuldabréfið, en því var þinglýst með athugasemd um að á landinu hvíldi tryggingabréf útgefið af byggingarfélaginu H til Búnaðarbanka að fjárhæð kr. 7.200.000. Veðréttur Búnaðarbankans varð ekki vefengdur. OH misstu fasteignina og urðu fyrir miklu tjóni. Þau höfðuðu mál á hendur ríkissjóði og Mosfellsbæ og töldu, að mistök hefðu orðið hjá þinglýsingarstjóra, er lánið við Búnaðarbankann var ekki fært á viðeigandi blað fasteignar þeirra strax í upphaft. Þá haft verið vanrækt 183
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.