Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 32

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 32
að skrá athugasemd um tryggingabréfið á lóðarleigusamninginn er honum var þinglýst og loks hefði verið vanrækt að skrá athugasemd í þinglýsingarvottorð á skuldabréfunum tveimur. OH fengu tildæmdar bætur í dómi héraðsdóms vegna tjóns, er þau urðu fyrir fram til marzmánaðar 1989. Hæstiréttur sýknaði hins vegar bæði íslenzka ríkið og Mosfellsbæ af bótakröfunum. Taldi Hæstiréttur að tjón OH væri ekki sennileg afleiðing þinglýsingarmistaka, heldur afleiðing vanefnda byggingar- félagsins H og gjaldþrots þess. Einnig var talið, að OH hefðu mátt vita um tilvist tryggingarbréfsins og átt að komast að þeirri vitneskju með eigin rannsóknum og var sérstaklega vísað til þess, að annað þeirra hefði tekið þátt í rekstri fasteignasölu. Væru þau því grandsöm. Ekki þykir ástæða hér til að rekja forsendur sýknudóms að því er varðar kröfur þeirra á hendur Mosfellsbæ. Þessi dómur samrýmist illa dómi Hæstaréttar í málinu nr. 324/1998. Hann er hins vegar í samræmi við fyrri dóma réttarins. Hér er talið, að í þessum dómi séu, ranglega, gerðar allt of strangar kröfur til aðgæzlusemi tjónþola, sem ekki séu í nokkru samræmi við almennar reglur. Þá verður heldur ekki séð, að beit- ing réttarins á reglum um sennilega afleiðingu séu í samræmi við almennar reglur skaðabótaréttar. Vísast áður til umfjöllunar um það. 9.2 Þýðing dóms Hæstaréttar í málinu nr. 324/1998 fyrir beitingu 49. gr. í framtíðinni Það kann að draga úr fordæmisgildi dómsins, að hann er kveðinn upp af þremur dómendum. Það er því áhorfsmál, hvort hann boðar breytta afstöðu Hæstaréttar til bótaábyrgðar ríkisins vegna þinglýsingarmistaka. Telja verður að mat dómsins á aðgæzluskyldu tjónþola við kaup á skuldabréfunum og þýðingu þess að lántakendur voru grandsamir sé eðlilegt og í samræmi við almennar reglur. Það væri í samræmi við forsögu og tilgang 49. gr. þinglýsingalaga ef dómaframkvæmd yrði í samræmi við þennan dóm. Telja verður, að eldri dóma- framkvæmd hafi takmarkað bótaábyrgð ríMsins vegna þinglýsingarmistaka verulega, án þess að fyrir því væru nægileg rök. Það verður þó að bíða og sjá hvort síðastgreindur dómur boðar breytingar að þessu leyti eða ekki. Síðasti dómur Hæstaréttar bendir raunar til að það sé alls ekki ætlunin að breyta fyrri dómaframkvæmd. Hér er komin upp mikil réttaróvissa. Vonandi tekur Hæstiréttur af skarið í þessu efni í næstu úrlausn um slíkan ágreining. Telja verður, að það sé brýnt fyrir réttinn og réttarástandið að hverfa frá fyrri dómaframkvæmd á þessu sviði, sem hér hefur verið talin ósamrýmanleg til- gangi 49. gr. og almennum reglum. Engin rök eru til þess, í ljósi lögbundinnar rannsóknarskyldu þinglýsingarstjóra í 5. mgr. 7. gr. þinglýsingalaga, að gera svo strangar kröfur til aðgæzlusemi tjónþola, að slrks sér hvergi stað í almenn- um reglum skaðabótaréttar. Þess ber og að minnast, að þinglýsingastarfsemi er mikil tekjulind fyrir ríkissjóð, einkum vegna stimpilgjalda. Ekki er því um að ræða þjónustustarfsemi ríkisins, sem í sumum ríkjum hefur verið talin eiga að sæta mildara sakarmati en á öðrum sviðum, eins og rakið er að framan. 184
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.