Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 41

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 41
ekki endilega þegar hún kveður upp úrskurð sinn. Setjum svo að hinn slasaði sé bæjarstjóri á háum launum. Þá getur verið álitamál hvort bæjarstjóralaunin verða lögð til grundvallar eða laun fyrir starf sem ætla má að taki við af hinu. Þama getur orðið fullkomið ósamræmi milli örorkumats og viðmiðunarlauna. Það er ekki örorkuprósenta í hundraðshlutum sem nota þarf við úrlausn slysamála heldur árlegt tap eða þó öllu heldur tap yfír starfsævina. Þess vegna hefði hlutverk Örorkunefndar átt að vera að meta tap í krónum en ekki prósent- um. Þá kemur það af sjálfu sér að nefndin athugar tekjur hins slasaða eins og aðra þætti. í Örorkunefnd ættu ekki að vera tveir læknar heldur frekar einn læknir og hagfræðingur auk lögfræðings. Best væri að Örorkunefndin gerði tillögu um bótaupphæð. Það er hvort sem er upphæðin sem málið snýst um. Örorkuprósenta í hundraðshlutum mun hvergi þekkjast í lögum nema í Danmörku og svo hér. Þar gjöldum við þess að hafa slysast til að þýða dönsku lögin sem eru ekkert lík neinum öðrum skaðabótalögum. 6. HVERS VEGNA GENGUR SVO ILLA AÐ BÚA TIL NOTHÆF SKAÐABÓTALÖG? Frumástæðan er auðvitað sú hvernig farið var af stað, þ.e. að þýða dönsk lög á íslensku. Slíkt hefði getað gengið ef dönsku lögin hefðu verið góð og t.d. lík skaðabótalögum annara þjóða. En svo er ekki. Verður nánar fjallað um það síðar. En sé horft á einstaka efnisþætti stafa vandræðin af því að reynt er að setja upp nákvæmar reiknireglur til ákvörðunar bóta. Það kemur m.a. fram í rétt- indatöflunni sem felur ekki aðeins í sér forsendur um dánarlíkur og örorkulíkur heldur einnig breytingar launa með aldri og skattfrádrátt. Þessa þætti er einfald- lega ekki hægt að binda alla saman í eina töflu svo viðunandi sé og því verður útkoman vitleysa. Um leið og sumir þættir eru reyrðir í viðjar einnar töflu þá er annað, sem byggt er á, einstaklingsbundið. Er þar fyrst að nefna örorkuprósentuna. Ef maður missir vísifingur þá er eðlilega metin læknisfræðileg örorka sem er 10 stig. En síðan á að kanna feril einstaklingsins og allar aðstæður hans og meta hve mikinn hundraðshluta af tekjum sínum hann muni missa vegna slyssins. Á öðrum vettvangi á svo að ákvarða hvaða viðmiðunartekjur skuli nota. í þessu felst tvískinnungur þar sem sum atriði eru negld föst en önnur tekin til ná- kvæmrar skoðunar. Hjá öðrum þjóðum, að Dönum undanskildum, eru reglur um ákvörðun bóta fyrir varanlegt tekjutap ekki bundnar í lög. Sums staðar eru engin skaðabótalög og ráða dómstólar þar ferðinni eins og hér var fram til 1993. Annars staðar þar sem skaðabótalög eru ákveða þau ekki hvemig reikna skuli bætur fyrir varan- legt tekjutap nema mjög lauslega. Sem dæmi má taka sænsku skaðabótalögin. Þar segir í lauslegri þýðingu: „Bætur fyrir tekjutap skulu vera mismunur þeirra tekna sem hinn slasaði hefði haft ef hann hefði ekki orðið fyrir slysinu, og þeirra sem ætla má að hann geti haft þrátt fyrir slysið fyrir vinnu sem svarar til 193
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.