Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 43
Minnihlutinn, tveir fulltrúar tilnefndir af Assurand0r-Soeietetet, skilaði sér-
áliti. I því fólst að öll tjón skyldu gerð upp eftir staðalreglunni, nema alveg
sérstaklega stæði á. Ráðuneytið féllst ekki á tillögur nefndarinnar, hvorugs
hlutans. Gegn tillögu meirihlutans var það fært fram m.a. að erfitt mundi að
standa á því að val milli aðferða væri endanlegt. Hefði tjónþoli t.d. valið
staðalbætur en síðan komið í ljós að hin aðferðin hefði skilað honum hærri
bótum, þá væri erfitt að neita um endurupptöku. Niðurstaðan varð sú að ráðu-
neytið lét semja nýtt frumvarp. í því voru hinar tvær reglur meirihlutans
skeyttar saman þannig að staðalreglan gilti um börn og unglinga og aðra þá sem
ekki voru í atvinnulífinu, eftir að í regluna hafði verið bætt þröskuldum.
Einstaklingsbundna aðferðin skyldi gilda um hina. Þar í voru settar reglur um
fjárhagslegt mat í hundraðshlutum, tekjuviðmiðun, réttindastuðul og annað sem
ekki er lögbundið í öðrum löndum. Því höfum við kynnst í íslensku skaða-
bótalögunum. Frumvarpi ráðuneytisins var breytt lítillega í danska þinginu og
varð síðan að lögum árið 1984.
Eftir erfiðan aðdraganda fengu Danir þannig skaðabótalög sem voru gerólík
hliðstæðum lögum í öðrum löndum.
8. DÖNSKU LÖGIN ÞÝDD Á ÍSLENSKU
Þegar farið var af stað með að semja íslensk skaðabótalög var sá kostur
tekinn að þýða dönsku lögin. Það reyndist illa. Dönsku lögin voru, eins og áður
kom fram, sett saman úr tveimur pörtum, þar sem annar parturinn fjallaði m.a.
um börn og unglinga en hinn um þá sem starfa í atvinnulífinu. Partamir pössuðu
ekki saman. Þetta kom fljótt í ljós þegar farið var að nota lögin hér. Bóta-
upphæðir urðu mjög misháar eftir því hvorum partinum tjónþoli tilheyrði og oft
var álitamál hvoru megin tiltekinn einstaklingur skyldi lenda. Þröskuldar í
bótareglum reyndust óhæfir og jafnvel í andstöðu við stjómarskrá. Var fljótlega
hafist handa við að breyta lögunum. Hefur það verið gert tvívegis, fyrst frá 1.
júlí 1996 og síðan frá 1. maí 1999. Með fyrri breytingunni var margföldunar-
stuðull hækkaður úr 7,5 í 10 og 15% þröskuldur lækkaður í 10%. í seinna
skiptið var hinum tveimur pörtum laganna skellt saman í einn. I stað eins marg-
földunarstuðuls var sett réttindatafla, eins og fyrr var lýst.
Með þeim breytingum sem nú hafa verið gerðar eru íslensku skaðabótalögin
orðin enn ólíkari öllum öðram skaðabótalögum heldur en þau dönsku. Ferðinni
má lýsa þannig: Fyrst eltum við Dani út fyrir allar troðnar slóðir. Síðan höfum
við hrakist enn lengra út í óbyggðir.
9. LOKAORÐ
Þessi grein er ekki skrifuð í því augnamiði að hvetja til þess að skaðabóta-
lögunum verði enn breytt. Þegar er búið að breyta þeim tvisvar með stuttu
millibili með ófullnægjandi árangri. Þannig er ekki hægt að halda áfram. Nú
verðum við að búa við þessi lög um sinn. En ekki getur það skaðað að menn
195