Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 48

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 48
Hér á eftir verður fyrst fjallað um þjóðréttarlega þýðingu ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins. Að þeirri umfjöllun lokinni verður fjallað um afstöðu innanlandsréttar til þeirrar bótareglu sem EFTA-dómstóllinn telur felast í EES- samningnum og hvort til sé regla að íslenskum rétti sem leiði til þess að einstaklingar eða lögaðilar geti byggt á bótareglu EES-samningsins fyrir hérlendum dómstólum. Tekið skal fram að Óttar Pálsson hdl. fjallaði að hluta um framangreind álitamál í grein sem birtist í 2. hefti Tímarits lögfræðinga í ár.7 2. EES-SAMNINGURINN Við gerð EES-samningsins var gengið út frá því að samningurinn skyldi vera hefðbundinn þjóðréttarsamningur. í því fælist að einstaklingar gætu engan rétt sótt á grundvelli samningsins nema reglur sem af honum leiddu hefðu verið leiddar í landsrétt viðkomandi ríkis. Þetta er gagnstætt því sem gildir sam- kvæmt rétti Evrópubandalagsins. Þar geta einstaklingar og lögaðilar gripið til ýmissa úrræða þegar regla hefur ekki verið leidd í landsrétt. Þennan mun hefur Evrópudómstóllinn gert að umtalsefni. í áliti dómstólsins frá 14. desember 1991, þar sem hann fjallaði um uppkast að EES-samningnum, er þessum grund- vallarmun lýst og segir þar orðrétt: 20. The European Economic Area is to be established on the basis of an intemational treaty which merely creates rights and obligations between the Contracting Parties and provides for no transfer of sovereign rights to the inter-governmental institutions which it sets up. 21. In contrast, the EEC Treaty, albeit concluded in the form of an intemational agreement, none the less constitutes the constitutional charter of a Community based on the rule of law. As the Court of Justice has consistently held the Community treaties established a new legal order for the benefit of which the States have limited their sovereign rights and the subject of which comprise not only Member States but also their nationals. The essential characteristics of the Community legal order which has thus been established are in particular its primacy over the law of the Member States and the direct effect of a whole series of provisions. Dómstóllinn lýsir þarna skýrum greinarmun á EES-samningnum og stofn- sáttmála EB sern undirritaður var í Róm þann 25. mars 1957 ásamt síðari breyt- ingum. Dómstóllinn bendir á að EES-samningurinn skapi einungis aðildar- ríkjunum réttindi og skyldur en feli ekki í sér neitt framsal fullveldis til stofnana EES. Gagnstætt þessu skapi stofnsáttmáli EB, þrátt fyrir að hann sé að formi til þjóðréttarsamningur, nýtt réttarkerfi. í þágu þess kerfis hafi aðildarríki tak- markað fullveldi sitt og skapað bæði skyldur og réttindi fyrir sig sjálf sem og borgara sína. 7 Sjá Óttar Pálsson: „Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í máli Erlu Maríu Sveinbjömsdóttur gegn íslenska ríkinu - Meginregla um skaðabótaábyrgð“. Tímarit lögfræðinga. 1999, bls. 111 o.áfr. 200
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.