Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 48
Hér á eftir verður fyrst fjallað um þjóðréttarlega þýðingu ráðgefandi álits
EFTA-dómstólsins. Að þeirri umfjöllun lokinni verður fjallað um afstöðu
innanlandsréttar til þeirrar bótareglu sem EFTA-dómstóllinn telur felast í EES-
samningnum og hvort til sé regla að íslenskum rétti sem leiði til þess að
einstaklingar eða lögaðilar geti byggt á bótareglu EES-samningsins fyrir
hérlendum dómstólum. Tekið skal fram að Óttar Pálsson hdl. fjallaði að hluta
um framangreind álitamál í grein sem birtist í 2. hefti Tímarits lögfræðinga í ár.7
2. EES-SAMNINGURINN
Við gerð EES-samningsins var gengið út frá því að samningurinn skyldi vera
hefðbundinn þjóðréttarsamningur. í því fælist að einstaklingar gætu engan rétt
sótt á grundvelli samningsins nema reglur sem af honum leiddu hefðu verið
leiddar í landsrétt viðkomandi ríkis. Þetta er gagnstætt því sem gildir sam-
kvæmt rétti Evrópubandalagsins. Þar geta einstaklingar og lögaðilar gripið til
ýmissa úrræða þegar regla hefur ekki verið leidd í landsrétt. Þennan mun hefur
Evrópudómstóllinn gert að umtalsefni. í áliti dómstólsins frá 14. desember
1991, þar sem hann fjallaði um uppkast að EES-samningnum, er þessum grund-
vallarmun lýst og segir þar orðrétt:
20. The European Economic Area is to be established on the basis of an intemational
treaty which merely creates rights and obligations between the Contracting Parties
and provides for no transfer of sovereign rights to the inter-governmental institutions
which it sets up.
21. In contrast, the EEC Treaty, albeit concluded in the form of an intemational
agreement, none the less constitutes the constitutional charter of a Community based
on the rule of law. As the Court of Justice has consistently held the Community
treaties established a new legal order for the benefit of which the States have limited
their sovereign rights and the subject of which comprise not only Member States but
also their nationals. The essential characteristics of the Community legal order which
has thus been established are in particular its primacy over the law of the Member
States and the direct effect of a whole series of provisions.
Dómstóllinn lýsir þarna skýrum greinarmun á EES-samningnum og stofn-
sáttmála EB sern undirritaður var í Róm þann 25. mars 1957 ásamt síðari breyt-
ingum. Dómstóllinn bendir á að EES-samningurinn skapi einungis aðildar-
ríkjunum réttindi og skyldur en feli ekki í sér neitt framsal fullveldis til stofnana
EES. Gagnstætt þessu skapi stofnsáttmáli EB, þrátt fyrir að hann sé að formi til
þjóðréttarsamningur, nýtt réttarkerfi. í þágu þess kerfis hafi aðildarríki tak-
markað fullveldi sitt og skapað bæði skyldur og réttindi fyrir sig sjálf sem og
borgara sína.
7 Sjá Óttar Pálsson: „Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í máli Erlu Maríu Sveinbjömsdóttur gegn
íslenska ríkinu - Meginregla um skaðabótaábyrgð“. Tímarit lögfræðinga. 1999, bls. 111 o.áfr.
200