Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 49

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 49
Þennan mismun á eðli EES-réttar annars vegar og réttar EB hins vegar má lesa úr ýmsum ákvæðum EES-samningsins. Þannig segir t.d. í 7. gr. samnings- ins að reglur sem leiða af samningnum: „binda samningsaðila og eru þær eða verða teknar upp í landsrétt... “. í enskum texta samningsins segir á sama stað: „shall be binding upon the Contracting Parties and be, or be made, part of their intemal legal order ...“. Með öðrum orðum virðist miðað við að það fari eftir atvikum hvernig regla verði að landsrétti. Slíkt sé ýmist sjálfkrafa eða á samningsaðila hvíli skylda til að taka reglu upp í landsrétt. Þetta gengur skemur en samkvæmt rétti EB en þar hafa ýmis ákvæði stofnsáttmála bandalagsins og reglugerðir settar með stoð í honum bein réttaráhrif án þess að til frekari aðgerða einstakra aðildarríkja þurfi að koma. Þar að auki má nefna að tilskip- anir geta öðlast slík áhrif í ákveðnum tilvikum. Má sjá þess stað m.a. í 249. gr. (áður 189. gr.) stofnsáttmála EB þar sem segir berum orðum að reglugerðir séu „directly applicable“.8 Við gerð EES-samningsins virðist með öðram orðum hafa verið gert ráð fyrir því að ekki yrði um neina einsleitni að ræða hvað varðaði afstöðu landsréttar einstakra aðildarríkja til þjóðaréttar. Þessi skýring á sér enn ríkari stoð í bókun 35 við EES-samninginn, sem telst hluti hans samkvæmt a-lið 2. gr. samningsins. í bókun 35 er fjallað um fram- kvæmd (e. implementation) EES-reglna og þar segir orðrétt: Þar eð með samningi þessum er stefnt að einsleitu Evrópsku efnahagssvæði sem byggist á sameiginlegum reglum, án þess að samningsaðila sé gert að framselja löggjafarvald til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins; og þar eð þessum mark- miðum verður því að ná með þeirri málsmeðferð sem gildir í hverju landi um sig; Stök grein Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum. í enskri útgáfu samningsins er bókunin svohljóðandi: Whereas this Agreement aims at achieving a homogeneous European Economic Area, based on common rules, without requiring any Contracting Party to transfer legislative powers to any institution of the European Economic Area; and Whereas this consequently will have to be achieved through national procedures; Sole Article For cases of possible conflicts between implemented EEA rales and other statutory provisions, the EFTA States undertake to introduce, if necessary, a statutory pro- vision to the effect that EEA rules prevail in these cases. 8 Sjá Grad [1970] ECR, bls. 825. 201
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.