Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 51
EES-samningurinn sé þýðingarlaus. Sem þjóðréttarsamningur sé hann bindandi
að þjóðarétti eins og almennt gengur og gerist um alþjóðlega samninga. Láti
aðildarríki hjá líða að leiða tiltekna EES-reglu í landsrétt geta önnur aðildarríki
beitt fyrir sig þeim úrræðum sem EES-samningurinn kveður á um, m.a. höfðað
í eigin nafni mál fyrir EFTA-dómstólnum.
3. BÓTASKYLDA SAMKYÆMT EES-SAMNINGNUM
I ljósi þess sem að framan er rakið mætti við fyrstu sýn ætla fráleitt að
bótaskylda geti stofnast gagnvart einstaklingi eða lögaðila vegna brota ríkisins
á EES-reglu sem hefur ekki verið leidd í landsrétt. Ef reglan væri slík fæli það
efnislega í sér að EES-samningurinn gerði kröfu til þess að einstaklingur eða
lögaðili gæti að landsrétti byggt efnislegan rétt á EES-reglu sem hefði ekki
verið leidd í landsrétt á þann hátt sem 7. gr. samningsins og bókun 35 gera ráð
fyrir. Slíkt fái vart staðist orðalag né þjóðréttareðli EES-samningsins. Það fæli
efnislega í sér að reglur EES-réttar sem hafi ekki verið leiddar í landsrétt verði
hluti landsréttar. Það hafi hins vegar aldrei staðið til að EES-regla fái réttaráhrif
að landsrétti fyrr en hún hafi verið leidd í landsrétt. Því fái bótaskylda í öllum
grundvallaratriðum ekki staðist.
Þeirri skoðun hefur þó verið haldið á lofti að niðurstaða þessi sé ekki jafn
afdráttarlaus og í fyrstu mætti ætla. Af vettvangi íslenskrar lögfræði má vísa til
skrifa prófessors Sigurðar Líndals og Óttars Pálssonar hdl. Þótt nálgun þeirra sé
nokkuð mismunandi má segja að röksemdir fyrir bótaskyldu séu þær að frá 19.
nóvember 1991 hafi í rétti Evrópubandalagsins verið gert ráð fyrir því að fyrir
hendi sé bótaskylda ríkis gagnvart einstaklingi hafi hann ekki fengið notið
réttinda sinna samkvæmt bandalagsreglu vegna atvika sem aðildarríki beri
ábyrgð á. Sá dómur Evrópudómstólsins sem í fyrsta sinn hafi kveðið á um
bótaskyldu af þessu tagi hafi fallið í svokölluðu Francovich-máli.12 I 6. gr.
EES-samningsins segi orðrétt:
Með fyrirvara um þróun dómsúrlausna í framtíðinni ber við framkvæmd og beitingu
ákvæða samnings þessa að túlka þau í samræmi við úrskurði dómstóls Evrópubanda-
laganna [Evrópudómstólsins] sem máli skipta og kveðnir hafa verið upp fyrir undir-
ritunardag samnings þessa, þó að því tilskildu að þau séu efnislega samhljóða
samsvarandi reglum stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu og stofnsáttmála
Kola- og stálbandalagsins og gerðum sem samþykktar hafa verið vegna beitingar
þessara tveggja sáttmála.
Dómurinn í Francovich-málinu hafi fallið fyrir undirritunardag og beri því
að túlka EES-samningsins í samræmi við dóminn að svo miklu leyti sem hann
skiptir máli. í 29.-30. tl. enskrar útgáfu dómsins segi orðrétt:
12 Sjá Francovich, Bonifaci o.fl., [1991] ECR, bls. 1-5357. Síðari dómar Evrópudómstólsins
staðfesta að bótareglan sem var beitt í Francovich-málinu sé víðtæk meginregla. Um það er vísað
til Brasseríe de Pécheur [1996] ECR, bls. 1-1029.
203