Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 51

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 51
EES-samningurinn sé þýðingarlaus. Sem þjóðréttarsamningur sé hann bindandi að þjóðarétti eins og almennt gengur og gerist um alþjóðlega samninga. Láti aðildarríki hjá líða að leiða tiltekna EES-reglu í landsrétt geta önnur aðildarríki beitt fyrir sig þeim úrræðum sem EES-samningurinn kveður á um, m.a. höfðað í eigin nafni mál fyrir EFTA-dómstólnum. 3. BÓTASKYLDA SAMKYÆMT EES-SAMNINGNUM I ljósi þess sem að framan er rakið mætti við fyrstu sýn ætla fráleitt að bótaskylda geti stofnast gagnvart einstaklingi eða lögaðila vegna brota ríkisins á EES-reglu sem hefur ekki verið leidd í landsrétt. Ef reglan væri slík fæli það efnislega í sér að EES-samningurinn gerði kröfu til þess að einstaklingur eða lögaðili gæti að landsrétti byggt efnislegan rétt á EES-reglu sem hefði ekki verið leidd í landsrétt á þann hátt sem 7. gr. samningsins og bókun 35 gera ráð fyrir. Slíkt fái vart staðist orðalag né þjóðréttareðli EES-samningsins. Það fæli efnislega í sér að reglur EES-réttar sem hafi ekki verið leiddar í landsrétt verði hluti landsréttar. Það hafi hins vegar aldrei staðið til að EES-regla fái réttaráhrif að landsrétti fyrr en hún hafi verið leidd í landsrétt. Því fái bótaskylda í öllum grundvallaratriðum ekki staðist. Þeirri skoðun hefur þó verið haldið á lofti að niðurstaða þessi sé ekki jafn afdráttarlaus og í fyrstu mætti ætla. Af vettvangi íslenskrar lögfræði má vísa til skrifa prófessors Sigurðar Líndals og Óttars Pálssonar hdl. Þótt nálgun þeirra sé nokkuð mismunandi má segja að röksemdir fyrir bótaskyldu séu þær að frá 19. nóvember 1991 hafi í rétti Evrópubandalagsins verið gert ráð fyrir því að fyrir hendi sé bótaskylda ríkis gagnvart einstaklingi hafi hann ekki fengið notið réttinda sinna samkvæmt bandalagsreglu vegna atvika sem aðildarríki beri ábyrgð á. Sá dómur Evrópudómstólsins sem í fyrsta sinn hafi kveðið á um bótaskyldu af þessu tagi hafi fallið í svokölluðu Francovich-máli.12 I 6. gr. EES-samningsins segi orðrétt: Með fyrirvara um þróun dómsúrlausna í framtíðinni ber við framkvæmd og beitingu ákvæða samnings þessa að túlka þau í samræmi við úrskurði dómstóls Evrópubanda- laganna [Evrópudómstólsins] sem máli skipta og kveðnir hafa verið upp fyrir undir- ritunardag samnings þessa, þó að því tilskildu að þau séu efnislega samhljóða samsvarandi reglum stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu og stofnsáttmála Kola- og stálbandalagsins og gerðum sem samþykktar hafa verið vegna beitingar þessara tveggja sáttmála. Dómurinn í Francovich-málinu hafi fallið fyrir undirritunardag og beri því að túlka EES-samningsins í samræmi við dóminn að svo miklu leyti sem hann skiptir máli. í 29.-30. tl. enskrar útgáfu dómsins segi orðrétt: 12 Sjá Francovich, Bonifaci o.fl., [1991] ECR, bls. 1-5357. Síðari dómar Evrópudómstólsins staðfesta að bótareglan sem var beitt í Francovich-málinu sé víðtæk meginregla. Um það er vísað til Brasseríe de Pécheur [1996] ECR, bls. 1-1029. 203
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.