Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 52
29. The national court thus raises the issue of the existence and scope of a State’s
liability for loss and damage resulting from breach of its obligations under Com-
munity law.
30. That issue must be considered in the light of the general system of the Treaty and
its fundamental principles ...“.
í þessu felist að tilvist bótaskyldu ráðist af almennu réttarkerfi stofnsáttmála
Evrópubandalagsins og grundvallarreglum bandalagsins. Þrátt fyrir að dómur-
inn í Francovich-málinu skipti ekki beinlínis máli í skilningi 6. gr. EES-samn-
ingsins þá leiði af honum að tilvist bótaskyldu ráðist af almennu réttarkerfi
EES-samningsins og grundvallarreglum hans. Almennt réttarkerfi EES-samn-
ingsins og grundvallarreglur séu þess eðlis að ætla megi að bótaskylda geti
talist hluti EES-samningsins. Niðurstaða þessi sé þó ekki afdráttarlaus.13
3.1 Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í máli Erlu Maríu Sveinbjörns-
dóttur
í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins sem hér er til umræðu var tekin afstaða
til þess hvort EFTA-riTcin hafi með því að samþykkja EES-samninginn skuld-
bundið sig til að sjá til þess að einstaklingar og lögaðilar sem hafa orðið fyrir
tjóni vegna ófullnægjandi aðlögunar landsréttar að ákvæðum tilskipunar sem er
hluti EES-samningsins eigi rétt til bóta. í forsendum sínum virðist EFTA-
dómstóllinn hafa litið til dóms Evrópudómstólsins í Francovich-málinu, án
þess það komi beinlínis fram, en eftir að hafa slegið því föstu að ekkert tiltekið
ákvæði leggi grunn að slíkri bótaábyrgð segir í íslenskri útgáfu álitsins:
47. Þar sem ekkert slíkt ákvæði er í EES-samningnum kemur til álita hvort skylda
ríkisins verði leidd af yfirlýstum tilgangi EES-samningsins og uppbyggingu hans.
Þá rekur dómstóllinn markmið EES-samningsins eins og þau koma fyrir í 1.
gr. Að því loknu er sérstaklega fjallað um einsleitnimarkmið samningsins en í
íslenskri útgáfu dómsins segir orðrétt:
49. Eins og fram kemur í 1. mgr. 1. gr. EES-samningsins er eitt meginmarkmið hans
að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði. Þetta einsleitnimarkmið kemur einnig
fram í fjórða og fimmtánda lið aðfararorða EES-samningsins.
52. Til að markmiðinu um einsleitni verði náð er mælt fyrir um tvö grandvallaratriði.
53. í fyrsta lagi skulu efnisákvæði EES-samningsins á þeim sviðum sem samvinnan
nær til að mestu leyti vera samhljóða samsvarandi ákvæðum Rómarsamningsins og
13 Sjá Sigurður Líndal: Inngangur að lögfræði, Þjóðréttarreglur III - Löggjöf Evrópska efna-
hagssvæðisins, bráðabirgðaútgáfa til kennslu. 1996, bls. 33-37, og Óttar Pálsson: „Skaðabóta-
ábyrgð aðildarríkja EES-samningsins gagnvart einstaklingum og lögaðilum". Tímarit lögfræðinga.
1998, bls. 124.
204