Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 62
dóms Hæstaréttar frá 6. maí 1999 í máli nr. 151/1999. í þeim dómi var því
slegið föstu að rétturinn til að kynna sér framboð og málefni sem kosið væri um
teldist til „mikilvægra réttinda“. Af því má draga þá ályktun að rétturinn til að
kjósa þá fulltrúa sem setja lögin sem ráða þeim málefnum til lykta sem kosið er
um telst a.m.k. ekki síður mikilvægur.
Vissulega hefur það viðgengist að löggjafinn framselji vald sitt til að setja
fyrirmæli til annarra, t.d. í formi reglugerðarheimildar til ráðherra. Slíkt framsal
er þó ýmsum takmörkunum háð þótt vandasamt geti verið að meta hvort lög-
gjafinn hafi farið út fyrir þær í einstökum tilvikum. Ef vilji væri fyrir hendi að
auka heimildir löggjafans til að framselja lagasetningarvald þá væri slíkt aðeins
hægt að undangenginni þeirri málsmeðferð sem stjórnarskráin sjálf gerir ráð
fyrir, sbr. 1. mgr. 79. gr. hennar.
Það hefur verið talið vafalaust að almenna löggjafanum væri óheimilt að
veita handhöfum framkvæmdavalds ótímabundið umboð til að setja hvers
konar réttarreglur. Þannig er t.d. ljóst að setti löggjafinn lög sem kvæðu á um
að forsætisráðherra skyldi eftirleiðis setja fyrirmæli um sifjarétt þá fengju þau
lög ekki staðist.26 Það má ímynda sér hver aðstaðan yrði ef löggjafinn setti í dag
lög sem kvæðu t.d. á um það að forsætisráðherra skyldi eftirleiðis setja fyrir-
mæli um vinnumarkaðsrétt, almannatryggingar, umhverfismál, inn- og útflutn-
ing vara, fjarskipti, neytendavernd, samkeppni o.s.frv. Nú er ljóst að reglur sem
forsætisráðherra setti á grundvelli laga sem þessara fengju ekki staðist. Það fæli
í sér að ekki væri hægt að byggja rétt á slíkum reglum. Að þessu gefnu vaknar
sú spurning hvaða þýðingu lagaákvæði hefði sem kæmi þessu til viðbótar og
kvæði á um bótarétt einstaklinga og lögaðila í þeim tilvikum þegar reglur settar
af forsætisráðherra á grundvelli laganna væru ógildar. Telja verður að svarið við
þeirri spumingu sé að slík bótaregla fengi ekki staðist, ekki frekar en reglu-
setningin sjálf. Ástæðan fyrir því er sú að með slíkri bótareglu væri löggjafinn
að framselja vald sitt í landsmálum á óhóflegan hátt. Regla á borð við þessa
hefði það í för með sér að löggjafarmálefni kæmu ekki til kasta Alþingis fyrr en
eftir að þýðingarmikil regla að lögum hefði verið sett af forsætisráðherra. Þá
fyrst gæti Alþingi tekið afstöðu til þess hvort það teldi umrædda reglu í sam-
ræmi við vilja sinn eða ekki. Þegar svo væri fyrir komið gæti Alþingi hins vegar
ekki eðli málsins samkvæmt haft áhrif á fyrra réttarástand. Ef Alþingi gæti ekki
fellt sig við umrædda reglu þá gæti það einungis breytt henni þannig að áhrif
hefði eftirleiðis, t.d. kynnu að liggja fyrir aðfararhæfir dómar byggðir á fyrra
réttarástandi. Aðstaðan er því sú að forsætisráðherra setti í raun reglur og tæki
ákvörðun um það hvaða réttarástand skyldi gilda á hveijum tíma. Lög-
gjafarmálefni kæmu aðeins til kasta Alþingis „eftir á“ en ekki „fyrirfram“.
Valdframsal á borð við þetta stæðist því ekki ákvæði 2. gr. stjómarskrárinnar.
Sjálfsagt má deila um hversu mikið þessu dæmi svipar til þeirrar aðstöðu sem
26 Sjá Gunnar G. Schram: Stjómskipun íslands. Háskólaútgáfan, 1997, bls. 397; Ólafur
Jóhannesson: Stjómskipun íslands. 2. útg., Iðunn, 1978, bls. 364-365.
214