Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 69

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 69
að 45,34% skattþrepi, getur verið tilhneiging til þess að meta eignir inn í einkahlutafélag á lágu verði til þess að forðast hærra skattþrepið en selja síðan hlutabréfin síðar í lægra skattþrepi. Almennt má einnig gera ráð fyrir því að ákveðin tilhneiging sé til þess að færa eignir inn í einkahlutafélag á of lágu verði, oftast bókfærðu verði, til að koma í veg fyrir skattlagningu söluhagnaðar hjá aðalhluthafanum.1 Þegar atvinnurekstur var keyptur skipti það verulegu máli hvernig kaup- verðið var samansett m.t.t. viðskiptavildar þar sem óheimilt var að fyma hana.2 Aðilar töldu því hagkvæmt að verð viðskiptavildar væri sem lægst og fyrn- ingarstofn annarra eigna væri hærri. Mörg mál risu milli skattaðila og skatt- yfirvalda vegna ágreinings um mat á þessum verðmætum.3 Með 5. gr. laga nr. 95/1998 var hins vegar 32. gr. laga nr. 75/1981 breytt þannig að nú telst við- skiptavild til fyrnanlegra eigna og heyra því þessi ágreiningsmál sögunni til. Tilraunir aðila til að sniðganga skattalög geta skipt máli þegar dómstólar taka afstöðu til fjármálaráðstafana hans og um skýringu skattalaga með tilliti til þeirra. Bent hefur verið á að augljóst sé að eigi skattalög að ná tilgangi sínum verði að stemma stigu við því, annaðhvort með beinum lagareglum eða í réttar- framkvæmd, að borgaramir geti með stoð í öðrum réttarreglum gert þennan tilgang að engu.4 Því hefur verið haldið fram að til þess sé ætlast að meiri háttar „göt“ í skattalögum séu lagfærð af löggjafanum.5 Aðferðir skattaðila til að komast hjá greiðslu skatta eru mismunandi. Um getur verið að ræða málamyndageminga að einkarétti, skattalega málamynda- gerninga (sýndargerninga), rangnefni tekna og eigna. Er fjallað um þessi atriði hér síðar. Aður en það er gert verður leitast við að greina frá mismuni einka- réttar og skattaréttar (2) og greint frá helstu sjónarmiðum um lögskýringar á þessu sviði (3). Einnig verður fjallað nokkuð um sögulegan aðdraganda reglna til að spoma við ólögmætri skattasniðgöngu (4). Sérstaklega er gerð grein fyrir íslenskum lagaákvæðum og meginsjónarmiðum sem liggja að baki þeim (5). Þá er kafli sem hefur að geyma nánari umfjöllun um skattasniðgöngu (6). Einnig er gerð grein fyrir dómum og úrskurðum yfirskattanefndar um efnið (7). Að lokum verða dregnar saman helstu niðurstöður (8). 2. EINKARÉTTUR - SKATTARÉTTUR Skattar eru álagðir samkvæmt skattalögum en meginsjónarmið einkaréttarins hafa þar töluverð áhrif, t.d. um hvað telst lán, gjöf, vinna, sala o.s.frv. Skatt- skylda aðila ræðst síðan almennt af reglum viðkomandi réttarsviðs t.d. stofnun 1 Af þessu sérstaka tilefni setti rfkisskattstjóri verklagsreglur „um stofnun einkahlutafélags með yfirtöku einstaklingsreksturs" frá 4. desember 1997. 2 Sbr. úrskurð ríkisskattanefndar nr. 297/1981 (birtur á bls. 203, í úrskurðarsafni 1981-82, útg. 1984). 3 Sjá t.d. úrskurð ríkisskattanefndar nr. 420/1988 (birtur á bls. 357 í úrskurðarsafni 1986-89, útg. 1990), og úrskurð yfirskattanefndar nr. 46/1996. 4 Jónatan Þórmundsson: Fyrirlestrar í skattarétti. 1982, bls. 55. 5 Jónatan Þórmundsson: Fyrirlestrar í skattarétti. 1982, bls. 56. 221
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.