Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 69
að 45,34% skattþrepi, getur verið tilhneiging til þess að meta eignir inn í
einkahlutafélag á lágu verði til þess að forðast hærra skattþrepið en selja síðan
hlutabréfin síðar í lægra skattþrepi. Almennt má einnig gera ráð fyrir því að
ákveðin tilhneiging sé til þess að færa eignir inn í einkahlutafélag á of lágu
verði, oftast bókfærðu verði, til að koma í veg fyrir skattlagningu söluhagnaðar
hjá aðalhluthafanum.1
Þegar atvinnurekstur var keyptur skipti það verulegu máli hvernig kaup-
verðið var samansett m.t.t. viðskiptavildar þar sem óheimilt var að fyma hana.2
Aðilar töldu því hagkvæmt að verð viðskiptavildar væri sem lægst og fyrn-
ingarstofn annarra eigna væri hærri. Mörg mál risu milli skattaðila og skatt-
yfirvalda vegna ágreinings um mat á þessum verðmætum.3 Með 5. gr. laga nr.
95/1998 var hins vegar 32. gr. laga nr. 75/1981 breytt þannig að nú telst við-
skiptavild til fyrnanlegra eigna og heyra því þessi ágreiningsmál sögunni til.
Tilraunir aðila til að sniðganga skattalög geta skipt máli þegar dómstólar taka
afstöðu til fjármálaráðstafana hans og um skýringu skattalaga með tilliti til
þeirra. Bent hefur verið á að augljóst sé að eigi skattalög að ná tilgangi sínum
verði að stemma stigu við því, annaðhvort með beinum lagareglum eða í réttar-
framkvæmd, að borgaramir geti með stoð í öðrum réttarreglum gert þennan
tilgang að engu.4 Því hefur verið haldið fram að til þess sé ætlast að meiri háttar
„göt“ í skattalögum séu lagfærð af löggjafanum.5
Aðferðir skattaðila til að komast hjá greiðslu skatta eru mismunandi. Um
getur verið að ræða málamyndageminga að einkarétti, skattalega málamynda-
gerninga (sýndargerninga), rangnefni tekna og eigna. Er fjallað um þessi atriði
hér síðar. Aður en það er gert verður leitast við að greina frá mismuni einka-
réttar og skattaréttar (2) og greint frá helstu sjónarmiðum um lögskýringar á
þessu sviði (3). Einnig verður fjallað nokkuð um sögulegan aðdraganda reglna
til að spoma við ólögmætri skattasniðgöngu (4). Sérstaklega er gerð grein fyrir
íslenskum lagaákvæðum og meginsjónarmiðum sem liggja að baki þeim (5). Þá
er kafli sem hefur að geyma nánari umfjöllun um skattasniðgöngu (6). Einnig
er gerð grein fyrir dómum og úrskurðum yfirskattanefndar um efnið (7). Að
lokum verða dregnar saman helstu niðurstöður (8).
2. EINKARÉTTUR - SKATTARÉTTUR
Skattar eru álagðir samkvæmt skattalögum en meginsjónarmið einkaréttarins
hafa þar töluverð áhrif, t.d. um hvað telst lán, gjöf, vinna, sala o.s.frv. Skatt-
skylda aðila ræðst síðan almennt af reglum viðkomandi réttarsviðs t.d. stofnun
1 Af þessu sérstaka tilefni setti rfkisskattstjóri verklagsreglur „um stofnun einkahlutafélags með
yfirtöku einstaklingsreksturs" frá 4. desember 1997.
2 Sbr. úrskurð ríkisskattanefndar nr. 297/1981 (birtur á bls. 203, í úrskurðarsafni 1981-82, útg.
1984).
3 Sjá t.d. úrskurð ríkisskattanefndar nr. 420/1988 (birtur á bls. 357 í úrskurðarsafni 1986-89, útg.
1990), og úrskurð yfirskattanefndar nr. 46/1996.
4 Jónatan Þórmundsson: Fyrirlestrar í skattarétti. 1982, bls. 55.
5 Jónatan Þórmundsson: Fyrirlestrar í skattarétti. 1982, bls. 56.
221