Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 72
en með heimfærslu er átt við það þegar metið er hvort lagaákvæði eigi við um
tiltekin atvik, þ.e. hvort heimfæra megi tiltekin atvik eða háttsemi undir laga-
reglu. Jan Pedersen fjallar sérstaklega um hina skattaréttarlegu heimfærslu og
verður nokkur grein gerð fyrir þeirri umfjöllun.15 Hér verður fjallað sérstaklega
um þetta vegna mikilvægis þessarar aðgreiningar við skoðun á skattasniðgöngu
í skattarétti.
Hin skattaréttarlega heimfærsla er sambærileg við það sem gerist á öðrum
réttarsviðum en er þó verulega frábrugðin að því er snertir staðreyndir heim-
færslunnar, sem er í ríkum mæli réttarlegs eðlis. Það er t.d. ekki skattalega
áhugavert hvort skattaðili hafi skrifað undir kvittun um afhendingu verðmæta.
Það er fyrst þegar umræddar ráðstafanir geta kallast sala að unnt er að ákvarða
skattlagningu.
Það getur verið erfitt í framkvæmd að skipta lögskýringu í skýringu og heim-
færslu en aðgreiningin hefur verulega fræðilega þýðingu.
Lögskýringar í þrengri skilningi fela í sér hefðbundna úrlausn m.t.t. skilnings
á efni réttarreglu, þ.á m. rýmkandi eða þrengjandi lögskýringu, úrlausn um þýð-
ingu lögmætisreglunnar o.s.frv. Skattaréttarleg lögskýring felur í sér hina hefð-
bundnu aðferð með þeirri leiðréttingu sem framkvæmd og tilgangur skattalaga
ráðgerir.
Það er við skattaréttarlega heimfærslu að umræðan um „raunveruleika" and-
stætt „tilbúningi“ fær sérstaka þýðingu þar sem skattaréttarlegt mat (raunveru-
leiki) er ekki samrýmanlegt einkaréttarlegu mati (tilbúnu).
Hin skattaréttarlega heimfærsla er lýsing staðreynda sem er í ríkum mæli
lögfræðilegs eðlis sem gerir ráð fyrir notkun reglna einkaréttarins og að hluta
sérgreinds skattaréttarlegs mats.
Hin skattaréttarlega heimfærsla gerist að sjálfsögðu ekki án tengsla við við-
komandi skattareglu þar sem túlkunin hefur sérstaka þýðingu í því sambandi að
ákvörðun staðreyndar sé rétt. Að víkja til hliðar þeim atriðum sem skattaðili
heldur fram sem staðreyndum er því viðurkenning á því að skattaréttarleg regla
sé ráðandi, bæði að umfangi og efni. A hinn bóginn er mikilvægt að gera sér
ljóst að „túlkun á staðreyndum" sem hugsanlega leiðir til þess að þeirri stað-
reynd sem skattaðili heldur fram sé vikið til hliðar getur falið í sér notkun á
grunnreglu sem ekki er áskilin af sérstakri skattareglu eða hluta hennar.
15 Jan Pedersen: Skatteudnyttelse. 1989, bls. 213-215.
Rétt þykir að vekja athygli á því að Ole Krarup telur í doktorsritgerð sinni „0vrigheds-
myndighedens grænser", 1969, bls. 248 o.áfr. (sérstaklega bls. 263), að ekki sé unnt að gera slíka
aðgreiningu á staðreyndum og lagaatriðum og því hafi slík aðgreining ekki þýðingu til lausnar á
þvf atriði er snýr að heimild eða valdi dómstóla til endurskoðunar á matskenndum stjóm-
valdsákvörðunum. Torstein Eckhoff bendir á að það geti skipt máli í norskum rétti varðandi
heimildir dómstóla til að dæma um gildi stjórnvaldsákvarðana. Litið er svo á að dómstólar geti
almennt endurskoðað hvort túlkun stjórnvalda á lagaákvæðum sé rétt en að þeim sé í vissum
tilfellum ekki heimilt að hnekkja mati stjómvalds á því hvort atvik máls séu með þeim hætti að
lagaákvæði eigi við um þau, sbr. Retskildelære. 1997, bls. 32.
224