Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 72

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 72
en með heimfærslu er átt við það þegar metið er hvort lagaákvæði eigi við um tiltekin atvik, þ.e. hvort heimfæra megi tiltekin atvik eða háttsemi undir laga- reglu. Jan Pedersen fjallar sérstaklega um hina skattaréttarlegu heimfærslu og verður nokkur grein gerð fyrir þeirri umfjöllun.15 Hér verður fjallað sérstaklega um þetta vegna mikilvægis þessarar aðgreiningar við skoðun á skattasniðgöngu í skattarétti. Hin skattaréttarlega heimfærsla er sambærileg við það sem gerist á öðrum réttarsviðum en er þó verulega frábrugðin að því er snertir staðreyndir heim- færslunnar, sem er í ríkum mæli réttarlegs eðlis. Það er t.d. ekki skattalega áhugavert hvort skattaðili hafi skrifað undir kvittun um afhendingu verðmæta. Það er fyrst þegar umræddar ráðstafanir geta kallast sala að unnt er að ákvarða skattlagningu. Það getur verið erfitt í framkvæmd að skipta lögskýringu í skýringu og heim- færslu en aðgreiningin hefur verulega fræðilega þýðingu. Lögskýringar í þrengri skilningi fela í sér hefðbundna úrlausn m.t.t. skilnings á efni réttarreglu, þ.á m. rýmkandi eða þrengjandi lögskýringu, úrlausn um þýð- ingu lögmætisreglunnar o.s.frv. Skattaréttarleg lögskýring felur í sér hina hefð- bundnu aðferð með þeirri leiðréttingu sem framkvæmd og tilgangur skattalaga ráðgerir. Það er við skattaréttarlega heimfærslu að umræðan um „raunveruleika" and- stætt „tilbúningi“ fær sérstaka þýðingu þar sem skattaréttarlegt mat (raunveru- leiki) er ekki samrýmanlegt einkaréttarlegu mati (tilbúnu). Hin skattaréttarlega heimfærsla er lýsing staðreynda sem er í ríkum mæli lögfræðilegs eðlis sem gerir ráð fyrir notkun reglna einkaréttarins og að hluta sérgreinds skattaréttarlegs mats. Hin skattaréttarlega heimfærsla gerist að sjálfsögðu ekki án tengsla við við- komandi skattareglu þar sem túlkunin hefur sérstaka þýðingu í því sambandi að ákvörðun staðreyndar sé rétt. Að víkja til hliðar þeim atriðum sem skattaðili heldur fram sem staðreyndum er því viðurkenning á því að skattaréttarleg regla sé ráðandi, bæði að umfangi og efni. A hinn bóginn er mikilvægt að gera sér ljóst að „túlkun á staðreyndum" sem hugsanlega leiðir til þess að þeirri stað- reynd sem skattaðili heldur fram sé vikið til hliðar getur falið í sér notkun á grunnreglu sem ekki er áskilin af sérstakri skattareglu eða hluta hennar. 15 Jan Pedersen: Skatteudnyttelse. 1989, bls. 213-215. Rétt þykir að vekja athygli á því að Ole Krarup telur í doktorsritgerð sinni „0vrigheds- myndighedens grænser", 1969, bls. 248 o.áfr. (sérstaklega bls. 263), að ekki sé unnt að gera slíka aðgreiningu á staðreyndum og lagaatriðum og því hafi slík aðgreining ekki þýðingu til lausnar á þvf atriði er snýr að heimild eða valdi dómstóla til endurskoðunar á matskenndum stjóm- valdsákvörðunum. Torstein Eckhoff bendir á að það geti skipt máli í norskum rétti varðandi heimildir dómstóla til að dæma um gildi stjórnvaldsákvarðana. Litið er svo á að dómstólar geti almennt endurskoðað hvort túlkun stjórnvalda á lagaákvæðum sé rétt en að þeim sé í vissum tilfellum ekki heimilt að hnekkja mati stjómvalds á því hvort atvik máls séu með þeim hætti að lagaákvæði eigi við um þau, sbr. Retskildelære. 1997, bls. 32. 224
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.