Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 73
4. SÖGULEG ÞRÓUN REGLNA UM SKATTASNIÐGÖNGU
Jónatan Þórmundsson segir í Fyrirlestrum í skattarétti að á meginlandi
Evrópu hafi verið gengið nokkuð langt í því að leggja áherslu á efni fjármála-
geminga og víkja þeim til hliðar ef með þeim hefur verið komist framhjá
reglum skattalaga. A Norðurlöndum og í Bretlandi hafi verið farið varlegar í
þessum efnum.16
í ensk-amerískum rétti hefur verið sérstök andstaða við almenna sniðgöngu-
reglu því að slík regla var álitin andstæð lögmætisreglunni. Því voru sett í ein-
stökum tilvikum sérákvæði gegn skattasniðgöngu.
f Bandaríkjunum þróuðu dómstólar lögskýringarreglur sem stefnt var gegn
skattasniðgöngu. Þær vora nefndar „the substance over form doctrine“ (eða
kenningin um efni framar formi) og „the business purpose doctrine“ (eða kenn-
ingin um viðskiptalegan tilgang).
Fram til ársins 1980 var í Englandi tilvikabundin löggjöf sem beindist gegn
skattasniðgöngu. Því hefur verið haldið fram að slík löggjöf væri ónothæf og
hafi þróunin sýnt það.17 Þetta þýddi að skattasniðgönguaðilar bjuggu við ákjós-
anleg skilyrði því lagareglan varð að ná beinlínis yfir tilvikið, en ávallt voru
fundnar upp nýjar leiðir til skattasniðgöngu.
Einn frægasti dómur um „meinta“ skattasniðgöngu í Bretlandi er um Her-
togann af Westminster frá árinu 1936.18 Hertoginn var með þjónustufólk. Laun
til þeirra voru ekki frádráttarbær hjá hertoganum því litið var á þau sem einka-
útgjöld hans. Hertoginn sagði því starfsmönnum sínum upp sem launamönnum
en greiddi þeim framfærslueyri sem var frádráttarbær frá skatti. Framfærslu-
eyririnn svaraði til þeirra launa sem hann hafði áður greitt. Starfsmenn voru
frjálsir að því hvort þeir unnu fyrir hertogann, því greiðsla framfærslueyrisins
var ekki háð því, þ.e. vinnuframlag þurfti ekki að koma til. Allir starfsmenn
héldu þó áfram að vinna og ekki var krafist sérstaks endurgjalds fyrir þá vinnu.
Skattyfirvöld héldu því fram að hin árlega greiðsla væri aðeins að forminu til
lífeyrisgreiðslur en væru í raunveruleikanum laun fyrir framkvæmda vinnu.
Hvorki Court of Appeal né House of Lords tóku undir þetta með skattyfir-
völdum.
Málið hafði mikil áhrif á aðgreininguna milli forms og efnis. í framhaldi
þessa dóms varð mikið kapphlaup á milli þings að koma í veg fyrir skattasnið-
göngu og skattaðila, með sína ráðgjafa, að finna upp leiðir til skattasniðgöngu.
I mörg ár höfðu skattaðilar vinninginn þrátt fyrir nákvæma og ítarlega löggjöf.
Þróunin hefur hins vegar orðið sú síðustu ár að dómstólar hafa mótað almenna
skattasniðgöngureglu, sem nefnd er „the new approach1'.19 Það var upp úr 1980
að dómstólar viku til hliðar óvenjulegum ráðstöfunum sem gerðar voru í þeim
16 Jónatan Þórmundsson: Fyrirlestrar í skattarétti. 1982, bls. 55-56.
17 Jan Pedersen: Skatteudnyttelse. 1989, bls. 126-157.
18 1936: ICR v. The Duke of Westminster.
19 Jan Pedersen: Skatteudnyttelse. 1989, bls. 102-103.
225