Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 77

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 77
eða ótengdan aðila. Sama gildir um vinnu við atvinnurekstur eða starfsemi sem rekin er í sameign með öðrum eða á vegum þeirra aðila sem um ræðir í 2. gr., þ.e. skattskylda lögaðila. Á sama hátt skal reikna endurgjald fyrir starf sem innt er af hendi af maka manns eða barni hans sé starfið innt af hendi fyrir framangreinda aðila. í almennum athugasemdum við frumvarp það er varð að lögum nr. 40/1978, nú lög nr. 75/1981, segir að lagt sé til að maður sem stundi atvinnurekstur í eigin nafni eða sjálfstæða starfsemi sitji við sama borð og eigandi félags af starfslaunum sínum frá félaginu.26 Heimilt er að gjaldfæra reiknað endurgjald í skattskilum vegna atvinnu- rekstrarins, sbr. 3. mgr. 1. tölul. 1. mgr. 31. gr. laga nr. 75/1981. Tap af atvinnu- rekstri eða sjálfstæðri starfsemi er aldrei heimilt að draga frá tekjum sem ekki eru tengdar slíkri starfsemi en heimilt er að yfirfæra það skv. 7. tölul. 1. mgr. 31. gr. og draga það frá hagnaði sem síðar kann að myndast í atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi aðila, sbr. 3. mgr. 62. gr. laganna. Telji maður sér til tekna sem reiknað endurgjald lægri fjárhæð en sem nemur reiknuðu endurgjaldi samkvæmt staðgreiðslulögum, án þess að nauðsynlegar skýringar fylgi framtali að mati skattstjóra, skal skattstjóri hækka reiknað endurgjald til samræmis við reiknað endurgjald manns á staðgreiðsluári eða í samræmi við fyrri ákvörðun sína, sbr. 1. mgr. 59. gr. laga nr. 75/1981 með þeim takmörkunum er þar greinir. Telji skattyfirvöld að endurgjald fyrir starf maka manns eða barns hans innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sbr. 2. mgr. 1. tölul. A- liðs 7. gr. laganna, sé hærra en makinn eða barnið hefði aflað hjá óskyldum eða ótengdum aðila skulu þau ákvarða tekjur makans eða barnsins af starfinu. Ákvæði um reiknað endurgjald voru nýmæli í lögum og við setningu laga nr. 40/1978, um tekjuskatt og eignarskatt, nú lög nr. 75/1981, urðu nokkrar deilur vegna ákvæðisins er snerti heimildir skattyfirvalda til að meta reiknað endur- gjald, og tók meirihluti tjárhags- og efnahagsnefndar neðri deildar Alþingis fram í nefndaráliti sínu að hún teldi ekki ástæðu til að óttast ranglæti af hálfu skattyfirvalda á þessu sviði eða óréttmæta skattlagningu láglaunafólks í smá- atvinnurekstri. Lýsti nefndin síðan þeim skilningi sínum að með 59. gr. frum- varpsins væri lögð skilyrðislaus skylda á herðar skattyfirvöldum að taka tillit til þeirra atriða sem upp væru talin í greininni og hefðu áhrif á launaupphæðina sem skattþegn ákvæði.27 Því hefur verið haldið fram að þessi ákvæði væru e.t.v. fyrst og fremst hugsuð frá pólitískum sjónarhóli sem tilraun til að leiðrétta misræmi milli einkaneyslu og skattgreiðslu ýmissa atvinnurekenda sem megnri óánægju hafi valdið.28 Mikil óánægja var með ákvæðin um reiknað endurgjald og vorið 1981 var lagt fram frumvarp af fjármálaráðherra þar sem lagt var til að ákvæðin um 26 Alþt. 1977-1978, A-deild, bls. 2564. 27 Alþt. 1977-1978, A-deild, bls. 2903. 28 Arni Kolbeinsson: „Nýju skattalögin". Tímarit lögfræðinga. 1978, bls. 120. 229
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.