Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 79
koma í veg fyrir möguleika hjóna til að dreifa þessum tekjum á milli sín í þeim
tilvikum er aðeins annað þeirra stæði fyrir rekstrinum.32
Af þessu má ráða að reglur um skattlagningu atvinnurekstrar- og eignatekna
hjóna mótast af því að koma í veg fyrir tekjudreifmgu eða skattasniðgöngu í því
hagsmunasambandi sem hjúskapur er. Ekki verður því byggt á einkaréttarlegum
samningi, t.d. um skiptingu eignaraðildar, hagnaðar eða taps, í skattalegu tilliti,
sem samrýmist ekki því er fram kemur í 3. tölulið 1. mgr. 63. gr. laga nr.
75/1981.
5.3 Reglur um tapsfrádrátt
Þegar í félagarétti er rætt um „tóm félög“, en með því er venjulega átt við
eignalaust hlutafélag sem hætt hefur rekstri en hefur ekki verið formlega slitið,
hefur verið bent á að stundum sjái nýir aðilar sér hag að kaupa slík „tóm félög“
og í því sambandi meðal annars tekið fram að það kunni að vera unnt að nota
skatthagræði sem hið tóma félag var búið að ávinna sér í sambandi við hina
nýju starfsemi.33 Bent hefur verið á að ekki væri að finna beint bann við því að
tóm hlutafélög séu notuð með þessum hætti. Því hafi þó stundum verið haldið
fram að slík aðferð geti verið ólögmæt. Þyki það einkum eiga við þegar hluta-
félag skiptir algjörlega um eigendur og viðskiptastefnu. Væri þá unnt að halda
því fram að þá væri með ólögmætum hætti farið í kringum ákvæði laga um
stofnun hlutafélags þannig að hafin sé í raun ný starfsemi án þess að ákvæð-
unum um lágmarkshlutafé sé fullnægt.34
Hafa ber í huga að settar hafa verið verulegar takmarkanir á að unnt sé að
nýta skattaleg réttindi slíkra félaga og verða þessar reglur raktar hér.
Reglur 57. gr. A laga nr. 75/1981 setja sérstök skilyrði til þess að unnt sé að
nýta eftirstöðvar rekstrartapa yfirtekins félags frá fyrri árum til lækkunar á
hagnaði yfirtökufélags við samruna félaga. Einungis er heimilt að nýta slíkt
rekstrartap við samruna þegar umrædd félög hafa með höndum skyldan rekstur,
yfirtekið félag má ekki við slitin eiga óverulegar eignir eða hafa engan rekstur
með höndum. Þá verður sameining félaganna að vera gerð í venjulegum og
eðlilegum rekstrartilgangi og hið yfirfærða tap verður að hafa myndast í sams
konar rekstri og það félag sem við tekur hefur með höndum.
Ákvæði 57. gr. A voru upphaflega lögtekin með 7. gr. laga nr. 97/1988 og
komu til framkvæmda við álagningu gjaldárið 1990. í almennum athugasemd-
um með frumvarpi því er varð að lögum nr. 97/1988 segir um tilganginn með
lagaákvæðinu að „heimild til yfirfærslu taps við kaup eða sameiningu fyrir-
tækja í óskyldum rekstri verði þrengd“.
í athugasemdum með 9. gr. frumvarpsins er varð að 7. gr. laganna, segir
meðal annars:
32 Alþt. 1977-1978, A-deild, bls. 2578.
33 Sjá Stefán Már Stefánsson: Hlutafélög og einkahlutafélög. 1995, bls. 87.
34 Sjá Stefán Már Stefánsson: Hlutafélög og einkahlutafélög. 1995, bls. 88.
231