Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 81
tekur, enda væru skilyrði þau uppfyllt sem sett eru í lagagreinunum. Þau
skilyrði sem 57. gr. A setur fyrir yfirfærslu rekstrartaps eru ekki skýr og bættu
tæk lögskýringargögn ekki úr því. Þá segir að við túlkun ákvæðisins væri
óhjákvæmilegt að hafa hvorttveggja í huga að um íþyngjandi meginreglu væri
að ræða sem að auki væri óskýr og matskennd. Yfirskattanefnd tók þó fram að
þrátt fyrir þetta yrði að telja ljóst að vilji löggjafans hefði staðið til þess að
heimila ekki yfirfærslu rekstrartaps þegar þannig stæði á að telja mætti að
tilgangur sameiningar eða samruna væri skattahagræði eitt og í þeim efnum
gæfi skilyrði lagaákvæðisins slíkan tilgang til kynna. Ennfremur var tekið fram
í úrskurðinum að öll skilyrði lagaákvæðisins yrðu að vera uppfyllt.
Þessi ákvæði um skilyrði yfirfærslu skattalegs taps voru sett í þeim tilgangi
að koma í veg fyrir samruna félaga sem gerður væri í þeim eina tilgangi að nýta
þetta tap til lækkunar á skattgreiðslum. Þegar þessi regla hafði náð tilgangi
sínum tóku skattaðilar upp á því að slíta „hagnaðarfélaginu“ og hófu rekstur í
fyrirtæki sem átti skattalegt tap - má nefna þetta „öfugan samruna“. Við þessu
reynir löggjafinn að sjá með 7. tl. 31. gr. laga nr. 75/1981, sbr. b-lið 3. gr. laga
nr. 147/1994, þar sem kemur fram að ekki sé heimilt að nýta rekstrartap til
frádráttar tekjum ef veruleg breyting hafi orðið á þeim rekstri eða starfsemi sem
í hlut ætti, svo sem með breytingu á eignaraðild að lögaðila eða á tilgangi
rekstrar, nema sýnt þætti að umræddar breytingar hafi verið gerðar í eðlilegum
og venjulegum rekstrartilgangi.
I almennum athugasemdum við frumvarp það er varð að lögum nr. 147/1994
segir meðal annars:
Á þeim ámm, sem reglur þessar hafa verið í lögum, hefur komið í ljós að ýmsir
veikleikar em á ákvæðum laganna hvað þetta varðar. Hafa verið nokkur brögð að því
í framkvæmd að rekstraraðilar hafi reynt að sniðganga reglu 57. gr. A í þeim tilgangi
að komast yfir skattalegt tap. Aðferðimar við það em með ýmsum hætti og hefur
töluverður fjöldi deilumála risið um geminga af þessu tagi. Má í því skyni nefna að
farin hefur verið sú leið að sameina ekki fyrirtæki heldur kaupa eigendur fyrirtækis
A, sem rekið er með hagnaði, meiri hluta hlutabréfa í fyrirtæki B sem á mikið ónotað
rekstrartap frá fyrri árum. í framhaldi af þessu kaupir fyrirtæki B eignir A og
yfirtekur skuldir þess. Fyrirtæki A er síðan lagt niður. Tilgangi B er síðan breytt og
jafnvel nafni til samræmis við nafn það sem A hafði og rekstur A þannig í reynd
fluttur yfir í B án þess að eiginleg sameining hafi átt sér stað. í ljósi þessa eru lagðar
til breytingar á 7. tölul. 31. gr. þar sem settar em skýrari reglur um þær skorður sem
reistar em við nýtingu rekstrartapa og samræmdar reglur settar um nýtingu tapa. Þess
skal og getið að þessar tillögur em í samræmi við það sem hefur verið að gerast í
norrænni skattalöggjöf að undanförnu. Má í því sambandi benda á að það kom fram
hjá forsætisráðherra Dana í stefnuræðu hans 4. október sl. þegar danska þjóðþingið
kom saman að danska ríkisstjómin hygðist flytja frumvarp þar sem ætlunin væri að
stemma stigu fyrir viðskiptum með tapsfyrirtæki, en fyrir hendi era þó allstrangar
takmarkanir þar að lútandi í danskri löggjöf. 39
39 Alþt. 1994, A-deild, bls. 1961.
233