Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 85

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 85
Nú vaknar spuming um hvort skattyfirvöld geti litið framhjá gildum einka- réttarlegum ráðstöfunum við skattlagningu. Verður fjallað um dóma og úrskurði í kafla 7 hér á eftir. Talið hefur verið heimilt, að uppfylltum nánar tilteknum skilyrðum, að víkja einkaréttarlega gildum samningum til hliðar við skattlagn- ingu. Það er því unnt að líta framhjá því sem unnt er að kalla „sýndargerninga“ sem gerðir eru í þeim eina tilgangi að komast hjá því að greiða skatt. Slík skattasniðganga er mótuð af sérkennilegum og óvenjulegum ráðstöfunum, en byggist ekki á almennum rekstrar- og fjárhagslegum sjónarmiðum. Það sem er einkennandi fyrir skattasniðgöngu er að hún gerist í skjóli hins einkaréttarlega samningsfrelsis. Við skoðun á því hvort um skattasniðgöngu sé að ræða verður að meta fjárhagslegar ráðstafanir heildstætt í hverju tilviki.48 Það má nefna þessa reglu „raunveruleikareglu“. Ekki hefur verið talið að þessi regla þyrfti sérstaka lagaheimild þar sem reglan sé í raun forsenda skatt- kerfisins.49 Skattalög næðu ekki tilgangi sínum nema reglan væri fyrir hendi. Skattlagning er því byggð á raunverulegum ráðstöfunum en verður ekki fram- kvæmd á grundvelli þess „búnings" sem ráðstöfunin hefur verið færð í. Það þarf að meta hvaða ráðstafanir eru venjulegar og eðlilegar fjárhagsráðstafanir og hvað sé eðlilegur rekstrartilgangur andstætt tilbúningi og óvenjulegum ráðstöf- unum sem gerðar eru í þeim eina tilgangi að komast hjá því að greiða skatt. Þetta mat verður að byggjast á hlutlægum viðmiðum. Það getur verið vand- kvæðum bundið að ákvarða hvað sé venjulegt og eðlilegt eða óvenjulegt og óeðlilegt. í þessu sambandi þarf að líta til ýmissa atriða, svo sem hagsmuna- tengsla aðila, og verður fjallað nokkuð um það hér á eftir. Skattlagning raunveruleikans þarf ekki sjálfstæða lagaheimild þar sem byggt er á skattalögum, t.d. ef skattaðilar eru að „færa“ tekjur milli aðila í þeim eina tilgangi að lækka skatta, myndu skattyfirvöld byggja skattlagningu á 7. gr. laga nr. 75/1981 sem kveður á um skattskyldu tekna og 1. eða 2. gr. laganna um skattskylda aðila. Skylda hvílir á nánar tilteknum aðilum að greiða skatta af öllum „sínum“ tekjum, sbr. 1. og 2. gr. tilvitnaðra laga, en ekki tekjum annarra og síðan fer skattlagningin eftir eðli tekna og einnig hvort einhver gjöld séu frádráttarbær áður en skattur er lagður á. Fyrst er ákvarðað hver raunveruleg atvik séu (skattaréttarleg heimfærsla, subsumption), tekjur hvers og hvers konar tekjur er um að ræða, ef litið er framhjá „sýndargemingum“ eða hinum óvenju- legu ráðstöfunum. Síðan eru þessar staðreyndir færðar til lagaákvæða (skýring). Það að byggja ekki á „tilbúningi" skattaðila grundvallast, eins og fram hefur komið, á eðli skattkerfisins sjálfs, ella næðu skattalög ekki tilgangi sínum, ásamt því að jafnræðisregla stjórnsýsluréttar væri í uppnámi þar sem aðilar í sambærilegri stöðu væru ekki skattlagðir með sama hætti. Samkvæmt 58. gr. laga nr. 75/1981 er vísað til óvenjulegra viðskipta og í athugasemdum með fmmvarpinu á Alþingi, sem rakið er í kafla 5 hér að framan, kemur fram að ákvæðið veiti skattyfirvöldum víðtækar heimildir til að 48 Jan Pedersen: Skatteudnyttelse. 1989, bls. 436. 49 J.O. Engholm Jacobsen o.fl.: Skatteretten I. 1995, bls. 105. 237
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.