Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 86
líta framhjá formi gerninga sem teljist óvenjulegir og telja aðilum til tekna þau
raunverulegu verðmæti sem þeir fá til ráðstöfunar með þessum sérstöku
samningum eða skilmálum. Dómstólar hafa síðan vísað til „grunnreglu“
ákvæðisins, sbr. H 1997 385. Með því má segja að dómstólar hafi slegið því
föstu að hér gildi almenn skattasniðgönguregla eða raunveruleikaregla. Þannig
eigi ekki að að túlka 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981 samkvæmt orðanna hljóðan
heldur felist í henni meginregla laga og þess vegna unnt að líta framhjá formi
ráðstafana eða tilfæringa og byggja skattlagningu á raunverulegu efni þeirra.
Hér getur einnig verið uppi það tilbrigði að ráðstöfun eigi sér raunverulega
stað og byggt verði á því í skattalegu tilliti en litið verði framhjá einstökum þátt-
um hennar eins og til dæmis verðlagningu sem væri óeðlileg. Það er því ekki
nauðsynlegt að líta að öllu leyti framhjá umræddri ráðstöfun í skattalegu tilliti.
Til nánari skýringar á þessu má nefna úrskurð yfirskattanefndar nr. 314/1999
þar sem einstaklingur hafði selt rekstrarfjármuni til sameignarfélags er hann átti
nánast að öllu leyti sjálfur og við söluna myndaðist sölutap sem einstakling-
urinn gjaldfærði í skattskilum sínum. Yfirskattanefnd tók fram að raunveruleg
eigendaskipti að umræddum eignum hefðu átt sér stað sem byggja mætti skatt-
lagningu á. Hins vegar var talið að um væri að ræða óvenjuleg viðskipti í fjár-
málum og grunnregla 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981 hafi átt við. Samkvæmt
þessu var því hafnað að færa mætti umrætt sölutap til frádráttar í skattskilum.
Tilvísun dómstóla til „grunnreglu“ 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981 hefur sætt
nokkurri gagnrýni, m.a. vegna þess að þetta sé gert á sviði skattheimtu, þar sem
í 40. gr. og 77. gr. stjómarskrárinnar er skýrt kveðið á um að skattamálum skuli
skipað með lögum.50
Líta verður til þess að beiting reglunnar um skattasniðgöngu felst í því að
ákvarða staðreyndir máls, ákvarða það sem raunverulega hefur gerst og færa þá
staðreynd til lagaákvæðis. Þegar ákvarðað er hvað raunverulega á sér stað og
leggja ber til grundvallar skattlagningu er litið til eðlis umræddra ráðstafana. I
þessu sambandi er litið til þess hvort aðilar séu hagsmunatengdir og hverjar séu
fjárhagslegar eða rekstrarlegar forsendur ráðstöfunarinnar. Séu engar slíkar for-
sendur fyrirliggjandi heldur aðeins sú ástæða að komast hjá greiðslu skatts er
unnt að líta framhjá slrkum ráðstöfunum við skattlagninguna. Við slíka heim-
færslu þarf ekki sérstaka lagaheimild.51 Það þarf ekki sérstaka lagaheimild til
lögskýringa og því er þetta ekki andstætt tilvitnuðum ákvæðum stjómarskrár-
innar.
Það er sérkenni skattasniðgöngu að oft er um að ræða ráðstafanir milli
hagsmunatengdra aðila, t.d. innan fjölskyldu, milli aðalhluthafa og hlutafélags,
50 Sjá Jón Steinar Gunnlaugsson: „Fer réttaröryggi borgaranna gagnvart ríkisvaldinu vaxandi?".
Afmælisrit. Davíð Oddsson fimmtugur. 1998, bls. 586.
51 Sjá hér sérstaklega Jan Pedersen: Skatteudnyttelse. 1989, bls. 319, en þar segir: „Det er
imidlertid misvisende at forstá hjemmelskravet sáledes, at selve korrektionen skal have konkret
hjemmel, idet korrektionen blot er udtryk for den korrekte fastlæggelse af det reelle lignings-
grundlag, som ikke sker ud fra en fortolkning af de berdrte skattebestemmelser, men ud ffa en
bevisvurdering af de underliggende dispositioner".
238