Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 86

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 86
líta framhjá formi gerninga sem teljist óvenjulegir og telja aðilum til tekna þau raunverulegu verðmæti sem þeir fá til ráðstöfunar með þessum sérstöku samningum eða skilmálum. Dómstólar hafa síðan vísað til „grunnreglu“ ákvæðisins, sbr. H 1997 385. Með því má segja að dómstólar hafi slegið því föstu að hér gildi almenn skattasniðgönguregla eða raunveruleikaregla. Þannig eigi ekki að að túlka 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981 samkvæmt orðanna hljóðan heldur felist í henni meginregla laga og þess vegna unnt að líta framhjá formi ráðstafana eða tilfæringa og byggja skattlagningu á raunverulegu efni þeirra. Hér getur einnig verið uppi það tilbrigði að ráðstöfun eigi sér raunverulega stað og byggt verði á því í skattalegu tilliti en litið verði framhjá einstökum þátt- um hennar eins og til dæmis verðlagningu sem væri óeðlileg. Það er því ekki nauðsynlegt að líta að öllu leyti framhjá umræddri ráðstöfun í skattalegu tilliti. Til nánari skýringar á þessu má nefna úrskurð yfirskattanefndar nr. 314/1999 þar sem einstaklingur hafði selt rekstrarfjármuni til sameignarfélags er hann átti nánast að öllu leyti sjálfur og við söluna myndaðist sölutap sem einstakling- urinn gjaldfærði í skattskilum sínum. Yfirskattanefnd tók fram að raunveruleg eigendaskipti að umræddum eignum hefðu átt sér stað sem byggja mætti skatt- lagningu á. Hins vegar var talið að um væri að ræða óvenjuleg viðskipti í fjár- málum og grunnregla 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981 hafi átt við. Samkvæmt þessu var því hafnað að færa mætti umrætt sölutap til frádráttar í skattskilum. Tilvísun dómstóla til „grunnreglu“ 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981 hefur sætt nokkurri gagnrýni, m.a. vegna þess að þetta sé gert á sviði skattheimtu, þar sem í 40. gr. og 77. gr. stjómarskrárinnar er skýrt kveðið á um að skattamálum skuli skipað með lögum.50 Líta verður til þess að beiting reglunnar um skattasniðgöngu felst í því að ákvarða staðreyndir máls, ákvarða það sem raunverulega hefur gerst og færa þá staðreynd til lagaákvæðis. Þegar ákvarðað er hvað raunverulega á sér stað og leggja ber til grundvallar skattlagningu er litið til eðlis umræddra ráðstafana. I þessu sambandi er litið til þess hvort aðilar séu hagsmunatengdir og hverjar séu fjárhagslegar eða rekstrarlegar forsendur ráðstöfunarinnar. Séu engar slíkar for- sendur fyrirliggjandi heldur aðeins sú ástæða að komast hjá greiðslu skatts er unnt að líta framhjá slrkum ráðstöfunum við skattlagninguna. Við slíka heim- færslu þarf ekki sérstaka lagaheimild.51 Það þarf ekki sérstaka lagaheimild til lögskýringa og því er þetta ekki andstætt tilvitnuðum ákvæðum stjómarskrár- innar. Það er sérkenni skattasniðgöngu að oft er um að ræða ráðstafanir milli hagsmunatengdra aðila, t.d. innan fjölskyldu, milli aðalhluthafa og hlutafélags, 50 Sjá Jón Steinar Gunnlaugsson: „Fer réttaröryggi borgaranna gagnvart ríkisvaldinu vaxandi?". Afmælisrit. Davíð Oddsson fimmtugur. 1998, bls. 586. 51 Sjá hér sérstaklega Jan Pedersen: Skatteudnyttelse. 1989, bls. 319, en þar segir: „Det er imidlertid misvisende at forstá hjemmelskravet sáledes, at selve korrektionen skal have konkret hjemmel, idet korrektionen blot er udtryk for den korrekte fastlæggelse af det reelle lignings- grundlag, som ikke sker ud fra en fortolkning af de berdrte skattebestemmelser, men ud ffa en bevisvurdering af de underliggende dispositioner". 238
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.