Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 91

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 91
rekstrarlegan tilgang en um það segir yfirskattanefnd: „Verður að telja að skattstjóri hafi gengið svo langt í þessum efnum að við jaðri að hann hafi í reynd beitt ákvæðum 57. gr. A með framangreindri túlkun sinni á 1. mgr. 56. gr. Verður því að telja að endurákvörðun skattstjóra og kæruúrskurður hans hafi að þessu leyti verið byggð á ólögmætum sjónarmiðum“. Þetta olli þó ekki ógildi ákvörðunarinnar og er tekið skýrt fram að skattstjóri hafi skotið frekari stoðum undir ákvarðanir sínar, sérstaklega þeirri að gagngjaldsskilyrði 56. gr. laganna væri ekki uppfyllt. Til viðbótar tilvísun héraðsdóms til þess að um hreina málamyndagerninga væri að ræða vísar héraðsdómur til grunnreglu þeirrar um óvenjuleg viðskipti sem kemur fram í 58. gr. laga nr. 75/1981. Þegar þetta var virt heildstætt var niðurstaða dómsins sú að líta yrði á fyrri hluthafa í Fargi hf. og Gamla Alafossi hf., þ.e. Framsóknarflokkinn og Fram- kvæmdasjóð, sem hina raunverulegu viðsemjendur Vífilfells hf. Það varð því með tilliti til þessara hluthafa í Fargi hf. og Álafossi hf. að virða hvort gagngjaldsskilyrði 1. mgr. 56. gr. laga nr. 75/1981 hafi verið uppfyllt. Ljóst var að Vífdfell hf. var með útgáfu skuldabréfa til Framsóknarflokksins og Fram- kvæmdasjóðs að gjalda þeim hluthöfum fyrir verðmæti það sem talið var fólgið í nýtanlegum tapsfrádrætti. Var þannig ekki um algjöran samruna fjármuna og eigin fjár að ræða, miðað við þá stöðu sem þau voru í áður en gerðar voru þær ráðstafanir sem áður greinir, enda fengu hvorki Framsóknarflokkurinn né Fram- kvæmdasjóður íslands hlutabréf í Vífilfelli hf. sem gagngjald fyrir hlutafé sitt í hinum yfirteknu hlutafélögum. Var því talið að samruni Fargs hf. og Gamla Álafoss við Vífilfell hf. væri ekki á þann hátt sem 1. mgr. 56. gr. laga nr. 75/1981 kvað á um. Því var ekki unnt að færa ónotað yfírfæranlegt rekstrartap frá Fargi hf. og Gamla Álafossi hf. á móti hagnaði Vífilfells hf. Mál þetta snýst því um ákvörðun staðreynda - hvað var það sem „raun- verulega“ gerðist og þau atvik færð til lagaákvæða eins og bar að skýra það. Segja má að það sem raunverulega gerðist í málinu var að hluthafar í Vífil- felli hf. keyptu ekki hlutabréf í Fargi hf. og Gamla Álafossi hf. því það var hið sameinaða félag sem borgaði hlutabréfin. Það varð því ekki algjör samruni fjármuna og eigin fjár, svo sem 56. gr. laga nr. 75/1981 gerir ráð fyrir. Það var litið heildstætt á þessi viðskipti og því litið til hluthafa í Fargi hf. og Gamla Álafossi hf., áður en kaup hluthafa Vífilfells hf. áttu sér stað með „sýndar- gemingum“ og jafnframt vísað til grunnreglu 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981. Minni fjármunir voru í hinu sameinaða félagi eftir sameiningu en fyrir þar sem hið sameinaða félag greiddi hlutabréfin til Framsóknarflokksins og Fram- kvæmdasjóðs, því voru ákvæði 1. mgr. 56. gr. laga nr. 75/1981 ekki uppfyllt. Litið var heildstætt á þessar sameiningar þar sem ekki varð annað séð en að eini tilgangur þessara ráðstafana væri að lækka skattgreiðslur með því að nýta yfirfæranlegt tap Fargs hf. og Gamla Álafoss hf. og því engin viðskiptaleg eða eðlileg fjárhagssjónarmið að baki. 243
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.