Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 96

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 96
hann væri tilgreindur í samþykktum þess, sbr. tilkynningu um stofnun félagsins frá 1982. Þá tók nefndin fram að 57. gr. A ætti ekki við í málinu hvorki beint né fyrir lögjöfnun og gagnályktun frá því ákvæði hefði út af fyrir sig ekki sérstaka þýðingu fyrir úrlausnarefnið. Rakin voru ákvæði 58. gr. og lögskýringargögn. Síðan sagði nefndin: „Ljóst þykir vera að til umræddra viðskipta milli kæranda og [TS hf.] hefði ekki komið ef þeim tengslum milli félaganna hefði ekki verið fyrir að fara sem í málinu greinir. Af hálfu kæranda er það í sjálfu sér viðurkennt. Enda þótt skattstjóri hafi ekki dregið í efa að umrædd viðskipti hafi verið sambærileg við það sem almennt tíðkast í slíkum viðskiptum, svo sem að því er snertir verðlagningu keyptrar þjónustu og að öðru leyti efnislega grundvöll hennar og tilhögun viðskipta af þessu tagi á almennum markaði, þykir það út af fyrir sig ekki skjóta loku fyrir það að 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, verði beitt, svo sem orðalagi ákvæðisins er farið, sbr. og sérstaklega það, sem fram kemur í athugasemdum með 15. gr. frum- varps þess er varð að lögum nr. 30/1971“. „Ljóst er og raunar óumdeilt að til þeirra viðskipta milli kæranda og [TS hf.], sem í máli þessu greinir, hefði ekki komið nema fyrir þau eignar- og stjómunartengsl sem eru á milli hlutafélaga þessara. Tilgangurinn með ráðstöfunum þessum var sá einn að hagnýta til frádráttar skattskyldum tekjum eftirstöðvar rekstrartaps sem stóðu eftir í bókum [TS hf.]. Eins og fram hefur komið, dregur kærandi enga dul á þennan tilgang sem að mati félagsins er fullkomlega lögmætur. Þá var aðstaðan sú, þegar umrædd viðskipti fóm fram, að [TS hf.] var fyrir alllöngu hætt starfsemi, er kærandi skákaði starfsmanni sínum um skamma hríð í verk í þjónustu við sig og viðskiptavini sína, er teljast skyldi vera á snærum [TS hf.]. Sýnt þykir að ef fyrrgreindum tengslum hluta- félaganna hefði ekki verið til að dreifa og umræddum skattalegum hagsmunum, hefði þessi starfsmaður unnið verkin innan vébanda kæranda. Að því virtu, sem hér hefur verið rakið, verður að fallast á það með skattstjóra að í því tilviki sem hér um ræðir hafi svo samist milli kæranda og [TS hf.] að telja verði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, taka til þess“. Þá staðfesti nefndin álags- beitingu skattstjóra. Eftir því sem næst verður komist markar þessi úrskurður tímamót í notkun 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981 hjá skattyfirvöldum. Hér er skýrlega tekið fram hvemig beri að skýra ákvæðið og álagi er beitt vegna hækkunar tekna til skatts. Fjöldi sambærilegra mála fylgdi í kjölfarið. Úrskurður yfirskattanefndar nr. 101/1999 Málavextir voru sambærilegir og í úrskurði yfirskattanefndar nr. 340/1996. í úrskurði yfirskattanefndar segir meðal annars: „Enda þótt sýnt þyki að [B ehf.] hafi verið keypt í því skyni að nýta yfirfæranlegt tap þess til lækkunar á skattgreiðslum fól það út af fyrir sig ekki sjálfkrafa í sér brot á skattalögum. Hins vegar gaf það fullt tilefni til að kanna nánar hvemig skiptum félagsins og kæranda var háttað eftir kaupin með tilliti til 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981. Telja verður að til þeirra við- skipta milli kæranda og [B ehf.], sem í máli þessu greinir, hefði ekki komið nema fyrir þau eignar- og stjórnunartengsl sem eru á milli þessara aðila. Enda þótt skattstjóri hafi ekki dregið í efa að umrædd viðskipti hafi verið sambærileg við það 248
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.