Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 98
tók skattstjóri fram að stjómarformaður A hf. væri einnig stjómarformaður og fram-
kvæmdastjóri B hf. Þá hafði B hf. engan á launaskrá er það seldi þjónustuna til A hf.
Þá kom fram að B hf. hefði enga starfsemi haft frá árinu 1990 fyrr en félagið gerði
verksamning við A hf. Umrædd viðskipti hafi verið eina starfsemi félagsins. Þá hafi
engar greiðslur farið á milli nema til að mæta greiðslu virðisaukaskatts. Skattstjóri
kemst svo að orði: „Af framansögðu má telja ljóst að engin raunvemleg viðskipti
hafi átt sér stað milli [A hf.] og [B hf.] heldur má slá því föstu að eingöngu sé um
sýndarviðskipti að ræða til þess að nýta yfirfæranlegt rekstrartap [B hf.] og lækka þar
með hreinar tekjur [A hf.]“. I úrskurði yfirskattanefndar kemur fram að skattstjóri
hafi ekki byggt breytingar sínar á 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981, þvert á móti hafí
skattstjóri haldið því fram að viðskiptin hafi aldrei átt sér stað. Þá taldi yfirskatta-
nefnd að ekki hefðu legið þau gögn fyrir hjá skattstjóra er nægðu til að álykta að um
málamyndageming væri að ræða og unnt hafi verið að framkvæma hina kærðu
breytingu á þeim grundvelli einum saman að viðskipti félaganna hefðu aldrei átt sér
stað og kostnaður vegna þeirra teldist því ekki rekstarkostnaður í skilningi 1. tölul.
31. gr. laga nr. 75/1981. Síðan segir: „Hygðist skattstjóri vefengja hin umþrættu við-
skipti með þessum hætti varð að styðja slíka vefengingu við ákvæði 1. mgr. 58. gr.
laga nr. 75/1981, þar sem fram kemur að ef aðilar semja um skipti sín í fjármálum á
hátt sem er verulega frábrugðinn því sem almennt gerist í slíkum viðskiptum skuli
verðmæti, sem án slíkra samninga hefðu runnið til annars skattaðilans, en gera það
ekki vegna samningsins, teljast honum til tekna. Að framangreindu virtu verður ekki
hjá því komist að ómerkja hina kærðu breytingu skattstjóra".
Úrskurður yflrskattanefndar nr. 809/1998
Málavextir voru þeir að 5. janúar 1996 seldi kærandi konu sinni eignarhluta sinn í
atvinnuhúsnæði á 2.800.000 kr. og gjaldfærði tap vegna sölunnar 62.600 kr. Hinn 5.
nóvember sama ár seldi eiginkonan þessa fasteign á 4.200.000 kr. og var söluhagn-
aður 1.400.000 kr„ sem hún færði á móti ónýttu rekstrartapi vegna reksturs hennar á
árunum 1994 og 1995. Tilkynnti skattstjóri með vísan til 95. gr. laga nr. 75/1981 að
hann byggði ekki á þessum viðskiptum við álagningu 1997 á forsendum 58. gr. laga
nr. 75/1981 um óvenjuleg viðskipti. Og tók fram að hér væri um að ræða mála-
myndagerning til þess að komast hjá skattlagningu á söluhagnaði og notuð til þess
rekstrartöp eiginkonu, sem hætt væri verslunarrekstri. Mál þetta fékk ekki efnis-
úrlausn hjá yfirskattanefnd þar sem ekki var gætt réttrar málsmeðferðar, þar sem
yfirskattanefnd taldi að skattstjóra hefði borið að gefa kærendum kost á að gera grein
fyrir fasteignaviðskiptum sínum á árinu 1996 áður en hinar umdeildu breytingar voru
framkvæmdar, „enda kallar ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981 sérstaklega á
vandaðan undirbúning, m.a. svo unnt sé að henda nákvæmar reiður á þargreindum
verðmætum“. Voru breytingar skattstjóra því ómerktar.