Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 100
jafnframt er litið til þess sem ætla má að almennt tíðkist í ráðningarkjörum að þessu
leyti þykir ekki verða byggt á þessu atriði í málinu“.
Þá segir í úrskurðinum:
„Samkvæmt framansögðu og þegar litið er til notkunar hússins og starfsemi kæranda,
þ.e. reksturs ferðaskrifstofu, verður ekki talið að nein sú breyting hafi orðið við
eigendaskipti þau að húseigninni ... sem í málinu greinir, er leitt geti til þess að
fasteign þessi teljist fyrnanleg eign í skilningi 32. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt
og eignarskatt, og að kostnaður við rekstur eignarinnar teljist frádráttarbær rekstr-
arkostnaður í skilningi 1. tölul. 31. gr. sömu laga. Telja verður að húseignin sé ein-
göngu notuð í einkaþágu framkvæmdastjóra og aðaleiganda kæranda, sbr. í þessu
sambandi ákvæði 1. málsl. a-liðar 11. gr. reglugerðar nr. 483/1994, um frádrátt frá
tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi. Þá þykir einsýnt að til þeirra ráð-
stafana með umrædda húseign, sem í málinu greinir, sem telja verður óvenjuleg
skipti í fjármálum, hefði ekki komið nema framangreindum eigna- og stjómunar-
tengslum milli kæranda og [A, framkvæmdastjóra] hefði verið til að dreifa. Verður
því að taka undir það með skattstjóra að hér hafi staðið svo á að grunnregla sú, sem
fram kemur í 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981, ætti við, sbr. þau sjónarmið varðandi
þessa reglu sem fram koma í dómi Hæstaréttar íslands [H 1997 385] og [H 1998 268]
og úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. febrúar 1998 í málinu nr. Y-10/1997...“.
Úrskurður skattstjóra var staðfestur.
7.3 Úrskurðir yfirskattanefndar þar sem byggt er á 2. mgr. 58. gr. laga
nr. 75/1981
Úrskurður yfirskattanefndar nr. 864/199667
Kærð var endurákvörðun skattstjóra vegna framtala 1992 og 1994. Um var að ræða
hækkun á tekjum kæranda frá tveimur vinnuveitendum. Þessar breytingar skattstjóra
mátti rekja til að þess að fyrmefnda árið var um að ræða mismun á kaupverði
bifreiðar, Toyota 4runner, 25.000 kr. og raunverulegu verði hennar sem mátti ætla að
hafi verið 2.500.000 kr. Síðarnefnda árið var um að ræða hækkun launa vegna
mismunar á kaupverði bifreiðar, Toyota Carina E, 5.000 kr. og raunverulegu verði
hennar sem var 1.855.000 kr. skv. innsendri staðfestingu frá umboði bifreiðarinnar.
Taldi skattstjóri að líta yrði á óeðlilega lágt kaupverð bifreiðanna sem keyptar hefðu
verið af vinnuveitendum kæranda sem launauppbót sem skattskyld væri samkvæmt
1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. Þá tók skattstjóri
fram að skattlagningin gæti einnig átt sér stoð í 2. mgr. 58. gr. sömu laga.
í kæra til yfirskattanefndar gerði kærandi þá kröfu að ákvörðun skattstjóra yrði
hnekkt á þeim grundvelli að það sé meginregla að viðskipti einstaklinga með lausafé
sé skattfrjáls og einnig að um væri að ræða miskabætur sem væru skattfrjálsar skv.
2. tölul. 28. gr. laga laga nr. 75/1981, og væru bætur vegna riftunar á starfssamning-
um sem greiddar hefðu verið út í einu lagi með þessum hætti.
Yfirskattanefnd þóttu atvik benda til þess að um hafi verið að ræða þátt í launakjör-
um kæranda og var þá m.a. litið til þess sem fram kom í kæruúrskurði skattstjóra, að
fleiri forráðamenn vinnuveitanda kæranda, hafi notið hliðstæðra kjara varðandi
bifreiðar. Með því að talið var að fyrir lægi að um kaupauka hefði verið að ræða í
tilviki kæranda, með þeim sérstæða hætti sem í málinu greindi, enda viðurkennt af
67 Sambærilegt mál er að finna í úrskurði yfirskattanefndar nr. 456/1997, ST 1997:86
252