Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 111
A VIÐ OG DREIF
FRÁ LAGADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS
DEILDARFRÉTTIR 1998
1. ALMENNT
Á haustsmisseri 1998 var nemendafjöldi í lagadeild sem hér segir: Á fyrsta
ári 181, á öðru ári 54, á þriðja ári 52, á fjórða ári 54 og á fímmta ári 86, eða
samtals 427 laganemar auk 15 erlendra laganema. 52,7% laganema voru karlar
og 47,3% konur.
Tíu prófessorar starfa við lagadeild, tveir dósentar og þrír aðjúnktar auk
fjölda stundakennara. Aðrir starfsmenn lagadeildar eru kennslustjóri, skrif-
stofustjóri og alþjóðasamskiptafulltrúi.
Á háskólaárinu 1997-1998 voru haldnir sex deildarfundir, einn kennara-
fundur og tveir fræðafundir í lagadeild.
Á háskólaárinu 1998-1999 voru haldnir sjö deildarfundir, fjórir kennara-
fundir og þrír námsnefndarfundir.
Ýmsar nefndir voru skipaðar til að annast einstaka málaflokka í samræmi við
þá stefnu deildarforseta að auka valddreifingu við stjómun lagadeildar.
2. BREYTINGAR Á LAGANÁMI
Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á tilhögun laganáms hin síðari ár.
Hófst umbylting þessi árið 1992, er fyrri áfangi breytinganna kom til fram-
kvæmda, en þá var tekið upp víðtækt kjörgreinaval fyrir nemendur á síðustu
árum laganámsins (eftir 3 ára skyldukjarna). Síðan hafa nemendur getað
skipulagt þennan hluta námsins nánast að vild með því að velja tiltekinn fjölda
greina í lagadeild eða utan hennar, einkum við erlenda háskóla. Boðið hefur
verið upp á 10-15 kjörgreinar við deildina á hverju kennslumisseri, að nokkru
mismunandi greinar frá ári til árs. Alls era kjörgreinar þessar komnar yfir 40,
en nokkrar þeirra hafa þó ekki verið kenndar vegna of lítillar aðsóknar.
Síðari áfangi hins nýja námskerfis hefur verið í undirbúningi frá árinu 1997
og var skipuð sérstök nefnd innan lagadeildar til að undirbúa og kynna breyt-
ingarnar ásamt því að semja reglur um hina nýju námsskipan, m.a. um náms-
einingamat og afnám hlutaskiptingar. Nefnd þessi skilaði af sér skýrslu í árslok
263