Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 112
1998 og var hin nýja námsskipan samþykkt á deildarfundi í febrúarmánuði
1999 í formi reglugerðarbreytinga. Verður hún tekin upp frá og með haust-
misseri 1999.
3. INNRI MÁLEFNI LAGADEILDAR
3.1 Húsnæðis- og tækjamál lagadeildar
Það er löngu ljóst, að Lögberg er orðið allt of lítið fyrir starfsemi lagadeildar.
Sömuleiðis er herbergjaskipan, nýting húsnæðis og búnaður allur ófullnægjandi
til að bregðast við fjölgun nemenda og starfsmanna, svo ekki sé minnst á nauð-
synlega þróun í kennsluháttum og stjómun. Enn fjarlægara er í raun að koma
við nýjungum í starfi deildarinnar svo að vel sé, sem sumar eru þó fyrirhugaðar
eða orðnar að veruleika, eins og framhaldsnám og sívaxandi alþjóðasamskipti.
Skráðir nemendur í lagadeild eru nú um 450 auk 15-20 erlendra nemenda (að
hausti). Fastráðnir kennarar eru 12 talsins og starfsmenn við stjómsýslu þrír. Þá
eru aðjúnktar þrír og aðrir stundakennarar um 20 á hverju kennsluári.
Lögberg var fyrst og fremst hannað sem kennsluhúsnæði og fullnægir ekki í
núverandi mynd ýmsum nútímakröfum um kennsluhætti í grunnnámi lögfræð-
innar, og því síður í framhaldsnámi. Rannsóknaraðstaða er nær eingöngu miðuð
við fastráðna kennara, en engin aðstaða er fyrir aðra sérfræðinga, doktorsefni,
erlenda fyrirlesara eða stundakennara. Að sjálfsögðu var ekki í upphafi gert ráð
fyrir ýmsum tækni- og samskiptabúnaði, sem nú þykir sjálfsagður. Stjómsýsla
var þá lítil sem engin innan deildar, málefnum deildarinnar var mestmegnis
stjómað frá Aðalbyggingu Háskólans. Við eflingu stjómsýslunnar og aukin
umsvif deildarinnar hefur orðið að fækka kennaraherbergjum um tvö frá því
sem var.
Ef takast á að bæta og efla kennslu, rannsóknir og stjómun í lagadeild, er það
algjört grundvallaratriði að bjóða upp á fullnægjandi starfsaðstöðu, þ. á m.
húsnæði og búnað, sem hentar starfseminni. Eins og nú horfir, stendur
húsnæðis- og aðstöðuskortur starfsemi lagadeildar fyrir þrifum.
Á árinu 1998 var haldið áfram endurbótum í Lögbergi, húsi lagadeildar, sem
og á tölvu- og tækjakosti deildarinnar, en þeim endurbótum miðar hægt vegna
takmarkaðra fjárveitinga til deildarinnar.
3.2 Stöðumál
Breytingar, sem orðið hafa á föstum stöðum innan deildarinnar em þær, að
Áslaug Björgvinsdóttir. lögfræðingur og framkvæmdastjóri Dómstólaráðs, var
ráðin aðjúnkt til þriggja ára frá 1. september 1998.
Jónatan Þórmundsson prófessor var kjörinn deildarforseti til tveggja ára frá
og með 5. september 1998 og dr. Páll Sigurðsson prófessor varadeildarforseti
til sama tíma. Auk þess gegndi Jónatan stöðu deildarforseta frá 20. janúar til 1.
mars 1998 í veikindaleyfi Bjöms Þ. Guðmundssonar, þáverandi deildarforseta.
264