Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 116
5.3 Kennsla fyrir erlenda stúdenta
I lagadeild hefur á hverju ári frá 1995 verið boðið upp á fjögur námskeið í
lögfræði á ensku fyrir erlenda stúdenta. Námskeið þessi svara til eins misseris
náms og eru metin til 15 eininga alls eða 30 ECTS. Þau eru:
„Comparative Criminal Law“ í umsjón Jónatans Þórmundssonar prófessors,
„European Law“ í umsjón Stefáns Más Stefánssonar prófessors,
„Legal History“ í umsjón Sigurðar Líndal prófessors og
„The Law of the Sea” í umsjón dr. Gunnars G. Schram prófessors.
Á árinu 1998 voru samtals 15 erlendir stúdentar í námi þessu við lagadeild,
4 á vormisseri og 11 á haustmisseri. Þeir komu frá Spáni (7), Austurríki (1),
Svíþjóð (4), Hollandi (1), Belgíu (1) og Frakklandi (1).
5.4 Erlendir fyrirlesarar og gestaprófessorar
Á árinu 1998 var haldið áfram þeirri stefnu að kalla til erlenda sérfræðinga
til kennslu og fyrirlestrahalds á vegum lagadeildar. Þeir voru á árinu:
a) Thomas M. Lockney, prófessor við School of Law, University of
North Dakota í Bandaríkjunum, var gestaprófessor við lagadeild sem
Fulbrigt-styrkþegi á vormisseri 1998 og annaðist hann kennslu í
kjörgreininni: „Enskt og bandarískt lagamál”.
b) Karsten Revsbech, dr. jur., prófessor í stjórnsýslurétti við Háskólann
í Árósum.
26.10.1998 Fyrirlestur í kennslutíma: „Aftaler i forvaltningsretten
og privatisering og kommentarer set fra en dansk syns-
vinkel“.
26.10.1998 Opinn fyrirlestur: „Udviklingstendenser i dansk forvalt-
ningsret".
27.10.1998 Opinn fyrirlestur: „Miljphensyn contra retssikkerhed i
dansk miljpret".
c) Jens Fejp, dr. jur., prófessor við Juridisk Institut, Handelshpjskolen í
Kaupmannahöfn.
26.11.1998 Opinn fyrirlestur: „EU/E0S rettens betydning for de
frie markeder“.
5.5 Fyrirhuguð vinnuferð kennara lagadeildar til Evrópu í september
1999
í septembermánuði 1997 var farin kynnisferð til Danmerkur og lagadeildir
háskólanna í Kaupmannahöfn og Árósum heimsóttar sem og Hæstiréttur
Danmerkur og Vestre Landsret. í ferðinni héldu þátttakendur m.a. málþing um
málefni lagadeildar í nútíð og framtíð. Þótti ferð þessi takast í alla staði með
ágætum.
Vegna þessarar vel heppnuðu Danmerkurferðar hefur verið ákveðið að
kennarar lagadeildar og kennslustjóri fari í kynnis- og vinnuferð til Lúxem-
borgar og Strasborgar í september 1999. Heimsótt verða m.a. Evrópudómstóll-
268