Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 3
Tímarit löqfræðinqa 4. hefti • 49. árgangur desember 1999 BREYTINGAR Á LÖGUM UM MEÐFERÐ OPINBERRA MÁLA Hinn l. maí sl. tóku gildi lög nr. 36/1999, um breyting á lögum um meðferð opinberra mála. I athugasemdum við frumvarpið kemur fram að það er samið að tilhlutan dómsmálaráðherra og að unnið hafi verið að samningu þess í samráði við réttarfarsnefnd. Ekki kemur fram hver samdi frumvarpið sem litlu máli skiptir því að það er flestum kunnugt sem sóttu þá fundi sem haldnir voru til kynningar á lögunum. Þá segir eftirfarandi í athugsemdunum: „Megintil- gangur frumvarpsins er að styrkja réttarstöðu brotaþola, auk þess sem gerðar eru tillögur um nokkrar breytingar á lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, sem ekki þola bið, þar til orðið getur af heildarendurskoðun þeirra sem stefnt er að á næstunni'k Frumvarpið lagði dómsmálaráðherra fram á Alþingi 14. desember 1998 og var það samþykkt sem lög 10. mars og tóku lögin gildi þann 1. maí sl., eins og fyrr segir. Sáralitlar ef nokkrar umræður fóru fram á opinberum vettvangi um þær breytingar sem frumvarpið hafði að lokum að geyma áður en það var lagt fram. Alþingi leitaði hins vegar með afar skömmum fyrirvara umsagnar aðila eins og Dómarafélags Islands, Lögmannafélags íslands og ríkissaksóknara. Ekkert skal fullyrt um hvort leitað var umsagnar hjá lögreglunni með sama hætti. Ekki er vitað að við framangreinda aðila hafi sérstaklega verið rætt eða til þeirra leitað þegar frumvarpið var í samningu og er þó hér um að ræða þá sem hafa bæði reynslu og þekkingu á meðferð opinberra mála öðrum fremur, auk þess sem í þeirra hlut hlaut óhjákvæmilega að koma að vinna að framkvæmd hinna nýju laga og að fara eftir þeim. Þó hefur komið fram í umræðum um lögin sjálf að einhverjir lögmenn fengu tækifæri til þess að koma á framfæri sjónarmiðum sínum þegar frumvarpið var í samningu. Lfm þetta skulu svo ekki 283
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.