Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 3
Tímarit
löqfræðinqa
4. hefti • 49. árgangur
desember 1999
BREYTINGAR Á LÖGUM UM
MEÐFERÐ OPINBERRA MÁLA
Hinn l. maí sl. tóku gildi lög nr. 36/1999, um breyting á lögum um meðferð
opinberra mála. I athugasemdum við frumvarpið kemur fram að það er samið
að tilhlutan dómsmálaráðherra og að unnið hafi verið að samningu þess í
samráði við réttarfarsnefnd. Ekki kemur fram hver samdi frumvarpið sem litlu
máli skiptir því að það er flestum kunnugt sem sóttu þá fundi sem haldnir voru
til kynningar á lögunum. Þá segir eftirfarandi í athugsemdunum: „Megintil-
gangur frumvarpsins er að styrkja réttarstöðu brotaþola, auk þess sem gerðar
eru tillögur um nokkrar breytingar á lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra
mála, sem ekki þola bið, þar til orðið getur af heildarendurskoðun þeirra sem
stefnt er að á næstunni'k
Frumvarpið lagði dómsmálaráðherra fram á Alþingi 14. desember 1998 og
var það samþykkt sem lög 10. mars og tóku lögin gildi þann 1. maí sl., eins og
fyrr segir.
Sáralitlar ef nokkrar umræður fóru fram á opinberum vettvangi um þær
breytingar sem frumvarpið hafði að lokum að geyma áður en það var lagt fram.
Alþingi leitaði hins vegar með afar skömmum fyrirvara umsagnar aðila eins og
Dómarafélags Islands, Lögmannafélags íslands og ríkissaksóknara. Ekkert skal
fullyrt um hvort leitað var umsagnar hjá lögreglunni með sama hætti.
Ekki er vitað að við framangreinda aðila hafi sérstaklega verið rætt eða til
þeirra leitað þegar frumvarpið var í samningu og er þó hér um að ræða þá sem
hafa bæði reynslu og þekkingu á meðferð opinberra mála öðrum fremur, auk
þess sem í þeirra hlut hlaut óhjákvæmilega að koma að vinna að framkvæmd
hinna nýju laga og að fara eftir þeim. Þó hefur komið fram í umræðum um lögin
sjálf að einhverjir lögmenn fengu tækifæri til þess að koma á framfæri
sjónarmiðum sínum þegar frumvarpið var í samningu. Lfm þetta skulu svo ekki
283