Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 4
höfð fleiri orð önnur en þau að þeir sem svona standa að málum hafa sjálfs- traustið í prýðilegu lagi. Það er að sjálfsögðu bæði þarft verk og tímabært að styrkja réttarstöðu brota- þola er löngum hafa staðið mjög til hliðar við meðferð þeirra opinberu mála sem höfðuð eru vegna refsiverðra brota sem þeir hafa orðið fyrir. Höfuðáhersl- an hefur verið lögð á það að koma lögum yfir þann sem brotið hefur framið eða talið er að það hafi gert. Að óbreyttu því fyrirkomulagi að ríkisvaldið fari með sókn sakar, og engar lrkur eru á að verði breytt í framtíðinni, þá mun brotaþoli áfram vera í sömu stöðu og fyrr að forminu til. Hins vegar er ríkisvaldinu bæði rétt og skylt að reyna eftir föngum að rétta hag þess sem á um sárast að binda þótt vonlítið sé að það verði nokkum tíma gert að fullu, nema eingöngu sé um að ræða fjárhagslegt tjón sem fæst bætt. Það sálartjón sem menn iðulega hljóta verður sjaldnast jafnað en skylt er að reyna hvað hægt er. Það var vissulega skref í rétta átt þegar sett voru lög nr. 69/1995, um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, en þar er kveðið á um greiðslu bóta vegna líkamstjóns og muna og einnig miskabætur. Að vísu eru verulegar tak- markanir á þessum bótagreiðslum en þrátt fyrir það er hér um umtalsverða rétt- arbót að ræða. Lögin tóku gildi 1. janúar 1996 og gilda um tjón sem leitt hafa af brotum sem framin voru 1. janúar 1993 og síðar. Á árinu 1996 var byrjað að greiða bætur samkvæmt lögunum og þegar þetta er ritað nema greiddar bætur samtals rúmum 100 milljónum króna. Á móti kemur að ríkið innheimtir dæmd- ar bætur hjá tjónvaldi. Eins og fyrr segir var það tilgangurinn með breytingunum á lögum um með- ferð opinberra mála að styrkja stöðu brotaþola. Breytingarlögin kveða á um það að beinist rannsókn lögreglu að broti á XXII. kafla almennra hegningarlaga, þar sem kveðið er á um refsingar fyrir kynferðisbrot, þá er henni skylt að tilnefna brotaþola réttargæslumann hafi hann ekki náð 18 ára aldri þegar rannsókn hófst. Skipta þá engu skoðanir brotaþola sjálfs á því máli. Brotaþolar eldri en 18 ára geta óskað eftir því að fá tilnefndan réttargæslumann og er lögreglu þá skylt að verða við þeirri ósk. Réttargæslumaður skal að jafnaði skipaður eða tilnefndur úr hópi lögmanna. Þá er lögreglunni skylt að tilnefna brotaþola réttargæslumann óski hann þess þegar rannsókn beinist að broti á XXIII. kafla almennra hegningarlaga, þar sem kveðið er á um refsingar fyrir manndráp og líkamsmeiðingar, eins ef rannsókn beinist gegn brotum á XXIV. kafla um brot gegn frjálsræði manna. Þá er enn skylt að tilnefna brotaþola réttargæslumann beinist rannsókn gegn broti á 251.- 253. gr. almennra hegningarlaga, þ.e. þegar um ákveðnar tegundir auðgunar- brota er að ræða. Tilnefning réttargæslumanns er úti þegar mál hefur verið höfðað og dómari tekið ákvörðun um að skipa brotaþola réttargæslumann við meðferð málsins, annars tekur lögreglan ákvörðun um það hvenær tilnefning réttargæslumanns fellur niður. 284
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.