Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 8
2. HVERNIG ER UMRÆÐA UM DÓMSTÓLA OG STÖRF ÞEIRRA? HVAÐA ÁHRIF GETUR HÚN HAFT? Skoðanakönnun, sem fram fór hérlendis í maí 1997, virtist gefa það til kynna að einungis 25,9% svarenda hefðu mikið traust á dómskerfinu en 48,8% höfðu á því litla trú, eins og þar sagði. Framkvæmd skoðanakönnunarinnar, sem var gerð fyrir tímaritið Mannlíf, leit að vísu út fyrir að vera nokkuð ábótavant. Dómskerfið var t.d. ekki frekar skilgreint, það er hvort eingöngu væri átt við dómstólana eða hugsanlega einnig saksóknara og rannsóknarlögreglu og jafn- vel einnig málflutningsmenn. Mestu skipti þó að hún var gerð í beinum tengsl- um við kröfu eins sakborninga í umdeildu máli um endurupptöku þess. Mál þetta hafði verið dæmt í Hæstarétti íslands 1980, en með dóminum var þessi sakbomingur fundinn sekur, ásamt fleirum, um tvö mannshvörf. Sakborningar höfðu fyrir löngu afplánað dóma sína þegar beðið var um endurupptöku máls- ins. í könnuninni var einnig spurt hvort íslenskir dómstólar hefðu komist að réttri niðurstöðu í þessu máli. Töldu 8,1% að svo hefði verið en 63,1% að nið- urstaðan hefði verið röng. Aðeins 28,8% sögðust ekki vita þetta. Líklega var það skynsamlegasta svarið, því málið var yfirgripsmikið, sönnunarfærslan verulega erfið og hæpið að einhverjir svarendur hafi einhvern tíma lesið dóm- inn, sem var hundruðir síðna í prentaðri útgáfu hæstaréttardóma. Það kom hins vegar fram að flestir svarendur höfðu fylgst með umfjöllun fjölmiðla um end- urupptöku málsins, þar á meðal hafði ríkissjónvarpið tekið til sýningar áróðurs- mynd, sem gerð hafði verið því til styrktar að málið yrði endurupptekið. Var þetta gott dæmi um það að fjölmiðill, annað hvort af eigin frumkvæði eða aðil- anna, taki skýra afstöðu til máls áður en það er afgreitt af dómstólunum og vinni því stuðning meðal almennings. Ósagt skal látið hvort þetta hafi í þessu tilfelli verið gert til að hafa bein áhrif á úrlausn málsins fyrir dómstólunum, en tæpast verður slík hegðun þoluð í venjulegu lýðræðisþjóðfélagi. Má hér nefna dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Worms v. Austurríki 29. ágúst 1997. Þar kemur það álit fram að fjölmiðlar megi vel segja frá og jafnvel segja álit sitt á máli sem er fyrir dómstólunum. Hins vegar megi þessi umfjöllun ekki ganga svo langt að hætta sé á að mál fái ekki réttláta meðferð fyrir dómstólunum eða dregið geti úr áliti almennings á dómstólunum. Lesendum er látið það eftir að hugleiða hvort umfjöllun fjölmiðla um endurupptöku þess máls er hér um ræðir var innan hæfilegra marka. Hæstiréttur ákveður hvort ntál, sem dæmt hefur verið með endanlegum dómi, verður endurupptekið og er það sjaldgæft að til þess komi. Hér á landi fer sönnunarfærsla í sakamálum aldrei fram fyrir kviðdómi. Talið hefur verið að hinir löglærðu dómarar geri almennt miklar kröfur til sönnunarfærslu um sekt sakbominga og hefur jafnvel verið á það deilt. Hæstiréttur lauk við umfjöllun framangreinds máls um það bil mánuði eftir að skoðanakönnunin fór fram og komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu verið færð fram ný gögn í málinu sem leitt gætu til endurupptöku þess og að þau atriði, sem lögmaður fyrrum sakbom- ings taldi eiga að ráða endurupptöku málsins, hefðu öll legið fyrir við meðferð 288
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.