Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 11
fylgir líklega þeim straumum sem um þjóðfélagið fara. Fjölmiðlar hafa verið opnir fyrir þessum aukna áhuga og meira er nú fjallað um dómsmál en fyrr. Sagt er meira frá niðurstöðum dómsmála og fjallað er í auknum mæli almennt um málefni dómstólanna. Þeir, og jafnvel einstakir dómarar, verða fyrir óvæginni gagnrýni. Að vísu eru það einungis fá mál sem fjölmiðlar fá áhuga á, en þeir kynna þau mál fyrir almenningi og dómstólarnir eru rnetnir eftir þessum fáu málum. Margir hafa litla þekkingu á dómskerfinu og hana gjaman úr fjölmiðl- um og erlendum kvikmyndum, oftar en ekki bandarískum, sem menn virðast svo heintfæra til íslensks þjóðfélags, enda þótt dómskerfið þar sé allt annað og um margt varla til fyrirmyndar. Þá færist það í vöxt að aðilar eða málflutn- ingsmenn þeirra láti ótæpilega í sér heyra í fjölmiðlum eftir að þeir telja sig hafa „tapað málum“. Kemur þá fyrir að dómar eru affluttir og reynt er að koma höggi á einstaka dómara, sem tekið hafa þátt í meðferð málsins, til þess að gera niðurstöðuna tortryggilega. Fjölmiðlar sækjast eftir því að gefa þessum aðilum og talsmönnum þeirra hluta af rými sínu, en lítið er leitast við að bregða upp annarri hlið mála. Er þetta jafnvel gert í fjölmiðlum sem venjulega vilja láta taka sig alvarlega. Einhliða málflutningi er þar haldið uppi og hvorki tekið tillit til málflutnings annarra aðila máls né þess að dómstólamir hafa tekið þann mál- flutning til greina og hafnað málflutningi þess sem stýrir umræðunni um dóm- inn eftir að hann er fallinn. Þótt samvinna flestra málflutningsmanna og dóm- stólanna á Islandi sé með miklum ágætum, svo sem mun vera um öll Norður- lönd, og dómstólarnir njóti fulls sannmælis þeirra flestra, virðist fjölmiðlum þykja minna vert um skoðanir slíkra manna en hinna einstöku sem hæst hafa. Skoðanakönnun sem fram fór meðal íslenskra lögmanna í desember 1994, um álit þeirra á héraðsdómstólum á íslandi, var þessum dómstólum hagstæð. Á líkan hátt var niðurstaða í skoðanakönnun meðal norskra lögmanna um reynslu þeirra og skoðanir á Hæstarétti Noregs sem gerð var 1997, en könnunin var gerð fyrir réttinn. Raddir sakfræðinga og háskólakennara um málefni dómstólanna virðast lítt ná eyrum almennings. Svo virðist sem fjölmiðlar á hinum Norðurlöndunum séu áhugasamari og duglegri við að fá álit þessara aðila á málefnum dómstóla. Frumkvæði þessara starfshópa sjálfra til þátttöku í opinberri umræðu virðist einnig meira þar en á Islandi. Hvort sem sá málflutningur nær eyrum margra eða fárra er það til bóta að þessir starfshópar taki þátt í umræðunni. Þótt álit þeirra þurfi ekki alltaf að vera jákvætt verður að treysta því að það sé ekki einhliða og sé byggt á faglegum grunni svo að hafa megi af því eitthvert gagn. Hérlendis virðist hins vegar svo komið að flestir fjölmiðlarnir leita til sama hæstaréttarlögmannsins um álit á lögfræðilegum málefnum. Þótt ekkert verði að því fundið að leitað sé álits viðkomandi lögmanns verður ekki hjá því komist að benda á að það er oftast neikvætt í garð dómstólanna og almenningur gæti því fengið það á tilfinninguna að þar sé eitthvað mikið að. Þess eru þó engin merki að sú sé skoðun fagmanna almennt. Rétt væri því fyrir fjölmiðlana að leita eftir áliti fleiri lögfræðinga svo myndin verði fyllri og sjónarhomið víðara. 291
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.