Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 14
skilja að þeir eru ekki lítill hluti dómskerfisins. Það skiptir máli hvernig þeir kynna dómskerfið með orðum og athöfnum sínum. Þeir hljóta því að vanda málflutning sinn og láta dómstólana njóta sannmælis þegar þeir túlka málsmeð- ferð þeirra og niðurstöður fyrir umbjóðendum sínum og opinberlega. Miklu skiptir að samvinna og samskipti dómara og lögmanna meðan á meðferð máls stendur sé hnökralaus og aðilar dómsmáls séu látnir fylgjast með því. Það getur vissulega komið fyrir að lögmanni þyki nauðsynlegt að taka þátt í opinberri umræðu um mál umbjóðanda síns fyrir eða jafnvel eftir dómsuppsögu, en mikilvægt er að það sé gert í upplýsingaskyni og á málefnalegan hátt. Á íslandi, sem líklega í öðrum löndum Evrópu, gildir ýmist skrifuð eða óskrifuð regla um að lögmaður á ekki, meðan mál er til meðferðar dómstóla, að reyna að skapa þau viðhorf hjá almenningi sem hann telur hagstæð sínum umbjóðanda. Mann- réttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í máli Schöper v. Sviss 20. maí 1998 að hegðun lögmanns hefði verið í andstöðu við mannréttindasáttmál- ann þegar hann á blaðamannafundi, sem hann hafði sjálfur boðað til um mál sem hann flutti fyrir dómi, beindi harðri ádeilu að dómurum þeim sem með málið fóru. Sektir sem hann hlaut voru því ekki taldar brot á ákvæðum sátt- málans. Mál á að flytja fyrir dómara en ekki almenningi og málefnaleg gagn- rýni á dómsúrlausn á best heima í fagtímariti. Opinber umræða um mál fyrir dómsuppsögu á engin áhrif að hafa á niðurstöðu þess hjá dómstólunum. Það er venjuhelgað, a.m.k. í norrænum löndum, að dómarar tjái sig ekki um dómsniðurstöðu, enda hafa þeir sagt álit sitt í dóminum sjálfum. Verður tæpast um það deilt að þessi rótgróni siður á fullan rétt á sér. Þá hefur það verið út- breidd skoðun að dómstólarnir eigi að kynna sig með niðurstöðu verka sinna. Vissulega hlýtur þessi skoðun að hafa mikið til síns máls. En nægir hún í þjóð- félagi nútímans? Kallar ekki upplýsingaþjóðfélag síðari ára á breytt vinnubrögð og opnari og gegnsærri dómstóla? Verða ekki dómstólamir að vera við því bún- ir að þeir og málsmeðferð þeirra sé skoðuð gagnrýnum augum, ekki eingöngu annarra lögfræðinga heldur allra sem áhuga fá á dómsmálum? Niðurstaða máls skipti hugsanlega ekki ein máli heldur einnig hvernig hún er fengin? Almenn- ingur í lýðræðisþjóðfélagi eigi rétt á að fá að fylgjast með starfsemi dómstól- anna og hver árangur verði af henni? Menn verða því að vera við því búnir að það geti þurft að styrkja innviði dómstólanna með sérstöku tilliti til opinberrar umræðu. 5. HVAÐ MÁ GERA TIL AÐ VIÐHALDA OG BÆTA ÍMYND DÓMSTÓLA? Hér að framan hafa verið leidd að því nokkur rök að dómstólar geti þurft að bregðast við breyttri, aukinni og sumpart nýrri meðferð fjölmiðla svo þeir megi viðhalda og bæta ímynd sína. Talið hefur verið að þetta verði best gert með því að bæta dómskerfið og málsmeðferðina. Á síðustu árum hafa sjónir manna þó einnig í auknum mæli beinst að stjórnun dómstóla, ráðningu dómara og að sýnilegri hlutlægni þeirra 294
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.