Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 23
bera tjón sitt sjálfur. Hann er m.ö.o. talinn hafa með óbeinum hætti afsalað sér rétti til bóta frá öðrum. Skiptir þá ekki máli þótt annar maður hafi valdið tjóni með saknæmum hætti. Til dæmis um þetta má nefna það tilvik að tjónþoli hafi tekið sér far með ölvuðum ökumanni. Með því telst hann taka áhættu á að verða fyrir slysi og getur af þeim sökum ekki gert kröfu um skaðabætur, sbr. t.d. H 1996 3120. Eigi tjónþoli sjálfur sök á slysi með gálausri hegðun getur það leitt til þess að skaðabótaskylda annarra aðila kann að falla niður að hluta eða í heild. Er þá tjóninu jafnað á tjónvald og tjónþola eftir mati á sök þeirra. í skaðabótaréttinum er í þessu tilviki talað um eigin sök tjónþola. Hafi félag eða einstaklingur starfsmann á sínum vegum gildir almennt sú regla að félagið eða einstaklingurinn ber ábyrgð á skaðabótaskyldum athöfnum eða athafnaleysi starfsmannsins. Getur tjónþoli í slíkum tilfellum beint kröfu sinni beint að vinnuveitandanum. Þessi regla er ýmist nefnd reglan um vinnu- veitandaábyrgð, húsbóndaábyrgð eða atvinnurekandaábyrgð. 2,2.2 Félagsstarf í þágu barna og unglinga Eins og sjá má af því sem hér hefur verið rakið er skaðabótaábyrgð sú ábyrgð sem ætla má að mest reyni á í æskulýðs- og tómstundastarfi. Það er og ljóst að það er einkum sakarreglan sem þar kemur til álita. Sjálfsagt reynir lítt á strang- ari ábyrgðarreglur, nema slys verði við sérstakar aðstæður þar sem slík ábyrgð gildir samkvæmt lögum, svo sem við umferðarslys. Eigandi viðkomandi öku- tækis bæri ábyrgð á tjóni sem hlytist í slíku slysi eftir reglum umferðarlaganna sem fyrr voru nefndar. Vegna skyldutrygginga ökutækja myndu tryggingafélög í flestum tilfellum bera tjónskostnað vegna umferðarslysa. Hér á eftir verður leitast við að kanna atriði sem ætla má að komi sérstaklega til athugunar við beitingu sakarreglunnar í æskulýðs- og tómstundastarfi. 2.2.2.1 Löggjöf um æskulýðsstarf Löggjöf um félagsstarf með bömum og ungmennum er af skornum skammti hér á landi. f slíkri löggjöf er sjaldnast vikið sérstaklega að bótareglum. T.d. er í lögum nr. 24/1970 um æskulýðsmál aðallega fjallað um opinberan stuðning við æskulýðsstarfsemi. Lögin hafa ekki að geyma reglur sem geta haft þýðingu í skaðabótarétti. Þá má nefna í þessu samhengi íþróttalög nr. 64/1998 (áður nr. 49/1956). í þeim er fjallað um yfirstjórn íþróttamála og skipulag. Gert er ráð fyrir íþróttakennslu í öllunt grunn- og framhaldsskólum (11. gr.) en kveðið á um að íþróttastarfsemi utan skóla skuli byggjast á frjálsu framtaki landsmanna (5. gr.). Þá er kveðið á um að menntamálaráðherra skuli hafa forgöngu um setningu reglna um öryggisráðstafanir í íþróttamannvirkjum, þar á meðal um eftirlit og að því er varðar íþróttaáhöld og annan búnað. Þessar síðast nefndu reglur geta auðvitað haft þýðingu við mat á bótaskyldu við íþróttastarfsemi þannig að bótaskylda stofnist frekar sé ekki eftir þeim farið. Að öðru leyti er ekki að finna í lögunum ákvæði sem sýnast geta haft sérstaka þýðingu í bótaréttarlegu tilliti. 303
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.