Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 28
notkun meðan á kennslu standi. Verulega hafi skort á að viðhlítandi öryggis hafi verið gætt í því tilviki sem um var fjallað í málinu. Skólinn var dæmdur bóta- skyldur að 2/5 hlutum en nemandinn látinn bera 3/5 hluta af tjóni sínu sjálfur. Var talið að hann hafi mátt vegna aldurs síns og reynslu gera sér grein fyrir því hversu tiltæki hans við vélina hafi verið stórhættulegt. Að því er varðar almennt æskulýðsstarf utan skvldutíma í skólum er hins vegar erfiðara að greina hvernig umsjónarskyldunni er háttað. Hér má nefna til sögunnar H 1975 702. Þar var málum svo háttað að eftir lok venjulegs skóla- tíma mætti 15 ára piltur, sem var nemandi í skólanum til fimleikaæfinga í leik- fimisal skólans undir eftirliti íþróttakennara. Verið var að æfa fimleikaatriði sem til stóð að sýna á vegum skólans. Við æfinguna slasaðist pilturinn við fim- leikastökk. Tjónþoli byggði m.a. á því að æfingamar hafi verið liður í skóla- starfinu. Einnig taldi hann að íþróttakennaranum hafi borið að standa hjá þar sem stökkið var framkvæmt til þess að tryggja örugga lendingu. Stökkið hafi verið hættulegt, erfitt og æft í stuttan tíma. Því hafi verið full ástæða fyrir leik- fimikennarann að standa hjá og taka við nemendum úr stökkinu. Skólinn bar það m.a. fyrir sig að stökkinu hafi ekki fylgt meiri hætta en almennt gengur og gerist um fimleika. Tjónþolinn hafi verið mjög efnilegur fimleikamaður og annar af tveimur bestu í skólanum. Þá var vísað til þess að æfingamar hafi ekki verið liður í skólastarfinu og kennarinn hafi sinnt nemendunum í umrætt sinn í frítíma sínum án þess að fá greiðslu fyrir. Héraðsdómur sýknaði skólann. í forsendum dómsins var nefnt að tjónþolinn hafi ekki verið hvattur til þess að taka þátt í æfingunum og að um æfingar áhugamanna hafi verið að ræða. Þá var talið að fimleikamennimir hafi ekki verið þvingaðir eða þeim att til að gera æfingar sem þeir treystu sér ekki til. Loks var vísað til þess að fimleikum fylgi alltaf áhætta. Var talið að hvorki tjónþola né öðrum yrði kennt um slysið. Hér virðist héraðsdómarinn leggja upp úr því að um frjálst val piltsins hafi verið að ræða. Af þeim sökum m.a. hafi kröfur til kennarans verið minni. I Hæstarétti var niðurstaða héraðsdómsins staðfest, en með öðrum rökum. Tekið var fram að tjónþoli hafi verið góður leikfimimaður og hafi verið búinn að æfa leikfimi- stökkið sem hann tók er hann slasaðist. Þá var ekki talið í ljós leitt að kennarinn hafi ekki gætt venjulegra varúðarreglna. Ekkert var vikið að því hver hefði átt frumkvæði að æfingunum eða hvernig skólastarfi hafi verið háttað. Verður ekki óyggjandi af þessum dómi ráðið hvort eftirlitsskyldur í frjálsu íþróttastarfi, þ.m.t. á vegum æskulýðsfélaga, séu minni en í skyldubundnu skólastarfi. Ætla verður þó að svo geti verið. Raunar virðist bótaábyrgð vegna íþróttaiðkunar frekar teljast til undantekninga jafnvel þótt slys verði í reglulegu skólastarfi, sbr. t.d. H 1982 82. Þar var sýknað af kröfu 12 ára nemanda sem hafði slasast við hástökk í leikfimitíma. Af framansögðu er ljóst að meta verður það hverju sinni hvort eftirlit og leiðbeiningar umsjónarmanns barns eða barna teljist fullnægjandi. Þarf þá að skoða þær sérstöku aðstæður sem slysinu valda. Eftir því sem verkefni bama í æskulýðs- og tómstundastarfi verða áhættusamari verða meiri kröfur gerðar til 308
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.