Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 31
og þar með til að hlíta fyrirmælum yfirboðara. Sjálfboðaliði kynni t.d. frekar en launaður starfsmaður að taka þann kost að ganga af vettvangi mislíki honum fyrirmæli yfirmanna. Engu að síður hefur í fræðikenningum verið talið að þessi munur á eðli sjálfboðastarfa og launaðra starfa hafi ekki afgerandi áhrif að þessu leyti.8 Af hérlendri dómaframkvæmd verður ekki séð að á þetta hafi reynt. Má þannig nefna að í H 1968 470 og H 1977 1364, sem fyrr voru nefndir og snerust báðir um ábyrgð Hestamannafélagsins Fáks, var ekki byggt á þeirri málsástæðu að þeir sem sáu um skipulagningu þeirra viðburða sem málin sner- ist um hafi verið sjálfboðaliðar. Verður almennt að leggja til grundvallar að æskulýðsfélög beri ábyrgð á sjálfboðaliðum sem starfa á þeirra vegum eftir svipuðum mælikvarða og myndi gilda um launaða starfsmenn. Má teljast eðlilegt í þessu samhengi að líta á félagið og starfsmenn þess sem eina heild gagnvart utanaðkomandi aðilum. Þá má nefna að æskulýðsfélög geta keypt sér ábyrgðartryggingar vegna bótaábyrgðar sem á þau kann að falla vegna sak- næmrar háttsemi sjálfboðaliða. Enn fremur er það svo að sjálfboðaliðum er al- mennt skylt, svo lengi sem þeir starfa, að hlíta fyrirmælum sem þeim eru gefin. Allt eru þetta atriði sem talin eru liggja reglunni um vinnuveitandaábyrgð til grundvallar.9 Af þessum sökum er nærtækt að ætla að æskulýðsfélög beri ábyrgð á sjálfboðaliðum á svipaðan hátt og vinnuveitendur bera ábyrgð á laun- uðum starfsmönnum. Lúti maður ekki skipunarvaldi eða eftirliti vinnuveitandans er hann almennt talinn of sjálfstæður gagnvart vinnuveitanda til þess að teljast starfsmaður í merkingu reglunnar um vinnuveitandaábyrgð. í skaðabótaréttinum er hann þá nefndur sjálfstæður framkvæmdaaðili eða sjálfstæður verktaki. Eftir skaða- bótareglum utan samninga ber vinnuveitandi almennt ekki bótaábyrgð vegna skaðaverka slíks aðila.10 Kjósi æskulýðsfélag að fá verktaka til þess að vinna tiltekið verk ber félagið að öðru jöfnu ekki ábyrgð á þeim skaðaverkum sem verktakinn kann að valda við verk sitt. Þess ber þó að gæta að formleg yfirskrift samnings við þann sem vinnur verk ræður hér ekki úrslitum. Verði litið svo á að tjónvaldur lúti skipunarvaldi og eftirliti æskulýðsfélags breytir engu þótt samningur tjónvalds við félagið sé kallaður verksamningur. Félagið ber þá eftir sem áður ábyrgð á störfum tjónvalds. Þegar margir sjálfstæðir aðilar taka þátt í tiltekinni starfsemi getur oft verið álitaefni hver beri ábyrgð á skaðaverki sem af starfsemi leiðir. Sem dæmi má nefna að mörg æskulýðsfélög hafi staðið saman að ráðningu starfsmanns sem tjóni veldur. í slíku tilviki verður væntanlega að líta til þess fyrst og fremst á hvaða aðila sú skylda hvíldi að stjórna starfsmanninum og hafa eftirlit með verkum hans. Sé stjórn og eftirlit sameiginleg, t.d. hjá sameiginlegri verkefnis- 8 Sjá Arnljót Björnsson: Tengsl vinnuveitanda og starfsmanns sem skilyrði vinnuveitandaábyrgðar, Kaflar úr skaðabótarétti, Reykjavík, 1990, bls. 12. 9 Sjá Arnljót Björnsson: Skaðabótaréttur. Reykjavík, 1988, bls. 91. 10 Sjá Arnljót Björnsson: Skaðabótaréttur. Reykjavík, 1988, bls. 95. 311
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.