Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 42
um, verður að telja rétt að íslenskur dómstóll leggi þá skýringu til grundvallar. Ef hins vegar um er að ræða ákvæði sem er skýrt svo að leggja beri til grundvallar reglur landsréttar, bæri íslenskum dómstóli að beita íslenskum lög- um. Sjá nánar kafla 2.5. 2.3 Tvöfaldur samningur Lúganósamningurinn er það sem kallað hefur verið tvöfaldur samningur. í því felst að í samningnum eru ekki aðeins ákvæði um viðurkenningu og aðfar- arhæfi dóma, heldur eru einnig settar fram alþjóðlegar vamarþingsreglur. Þegar samningur er tvöfaldur er megináhersla lögð á beina alþjóðlega lögsögu dóm- stóls (direkt intemational kompetence) með því að rrkin skuldbinda sig til að hafa ekki aðrar alþjóðlegar varnarþingsreglur í lögum sínum en þær sem samn- ingur kveður á um.10 Þjóðréttarsamningar sem aðeins fjalla um viðurkenningu og aðfararhæfi dóma, án þess að fjalla um varnarþingsreglur, eru þar á móti stundum nefndir einfaldir samningar.* 11 Þannig hafa einfaldir samningar að geyma reglur um óbeina alþjóðlega lögsögu (indirekt international kompe- tence), þ.e. reglur um það hvenær viðurkenningarríki skuli líta svo á að dóms- ríki hafi haft alþjóðlega lögsögu sem veiti heimild til þess að viðurkenna og fullnægja dómum uppkveðnum í dómsrrkinu.12 Helsti kosturinn við að hafa beina alþjóðlega lögsögu er sá að í samningi er strax tekin afstaða til þess hvaða mál það eru sem réttlæta að varnaraðili verði að þola dóm erlendis.13 2.4 Gildissvið 2.4.1 Mál sem samningurinn tekur til Meginreglan er sú að samningurinn gildir um einkamál, þar á rneðal versl- unarmál, án tillits til þess hvaða dómstóll fer með mál, sbr. 1. mgr. 1. gr. Lúganó- samningsins.14 Einnig eru skatta-, tolla-, og stjórnsýslumál sérstaklega undan- skilin. Þar sem engu máli skiptir hvers konar dómstóll fer með rnálið teljast stjóm- sýsludómstólar, dómstólar á sviði vinnuréttar og annars konar sérdómstólar fullnægja þessu skilyrði. Sé litið til íslensks réttar er ljóst að Félagsdómur fellur undir gildissvið Lúganósamningsins. Það hefur heldur enga þýðingu hvers 10 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 48; Alþt. 1995, A-deild, bls. 2555. 11 Alþt. 1995, A-deild, bls. 2555. 12 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 48. 13 Alþt. 1995, A-deild, bls. 2555. 14 Sjá nánar P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. bls. 9; Peter Schlosser: „Report on the Convention on the Association of the Kingdom of Denmark, Ireland and the Convention on jurisdiction and the enforcement of judgements in civil and commercial matters and the Protocol on its interpretation by the Court of Justice". Official Journal of the European Communities 1979 C 59, bls. 71 (82-84); Geimer og Schiitze: Internationale Urteilsanerkennung. Miinchen 1983, bls. 113-130; Peter Kaye: Civil Jurisdiction and Enforcement of Foreign Judgements. Comwall 1987, bls. 62-64; Jan Kropholler: Europáisches ZivilprozeBrecht. Heidelberg 1993, bls. 46-52; Stephen O'Malley og Alexander Layton: European Civil Practice. London 1989, bls. 346-354. 322
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.