Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 43
konar réttarfarslega meðferð mál fær. I raun er það eina skilyrðið að mál sé útkljáð fyrir dómstóli, en málsnreðferð hjá öðrum stjómvöldum fellur almennt utan samningsins.15 Af þessu má ráða að við mat á því, hvort mál telst einkamál í skilningi samningsins, ber að líta til þess hver einkenni málsins eru, en ekki til þess fyrir hvaða dómstóli það er höfðað. Viðurkenna og fullnægja ber einkaréttarkröfum sem dæmt hefur verið um í refsimáli. Þetta er eðlileg og hagkvæm leið þar sem samkvæmt lögum flestra samningsrrkjanna er unnt að hafa uppi einkaréttarkröfur í refsimáli.16 Þrátt fyrir það að skiptingin í einkarétt og opinberan rétt sé vel þekkt í flestum samningsríkjunum er ekki að finna neina skilgreiningu í samningnum á hugtakinu einkamál. Ástæða þess er sú að mörk einkaréttar og opinbers réttar eru dregin nreð ólíkunr hætti í ríkjunum.17 Það er því ljóst að ýmis vandkvæði geta verið því samfara að ákvarða hvaða mál teljast til einkamála í skilningi meginreglunnar. Mál 29/76 LTU gegn Eurocontrol [1976] ECR 1541. Hér voru málavextir þeir að al- þjóðleg stofnun um samvinnu um öryggismál í flugsamgöngum, Eurocontrol, sem staðsett var í Brussel, fékk belgískan dóm á hendur þýska fyrirtækinu LTU vegna skuldar fyrir veitta þjónustu. Eurocontrol leitaði fullnustu dómsins á hendur LTU í Þýskalandi. Hinn þýski dómstóll sem fékk málið til meðferðar leitaði forúrskurðar Evrópudómstólsins um það hvort túlka bæri hugtakið einkamál, þar á meðal versl- unarmál, samkvæmt lögum þess ríkis þar sem dómur var kveðinn upp (belgískum lögum) eða samkvæmt lögum þess ríkis þar sem krafist væri fullnustu dómsins (þýskum lögum). Evrópudómstóllinn taldi hins vegar að túlka bæri hugtakið einka- mál, þar á meðal verslunarmál, sjálfstæðri skýringu. Dómstóllinn tók einnig fram að þrátt fyrir að mál milli einstaklinga og stjómvalda geti fallið innan samningsins eigi það ekki við um úrlausn sem fellur í ágreiningsmáli milli opinbers stjómvalds og einstaklings, þar sem stjómvald hefur beitt stjómsýslulegri heimild.18 Mál C-172 Volker Sonntag gegn Weidmann [1993] ECR 1-1963. Málavextir voru þeir að nemandi við þýskan skóla slasaðist á skólaferðalagi á Ítalíu. Kennari, sem jafn- framt var fararstjóri, var sakfelldur í refsimáli á Ítalíu auk þess að vera dæmdur til greiðslu skaðabóta. Krafist var fullnustu í Þýskalandi á skaðabótakröfunni sam- kvæmt dóminum. Kennarinn hélt því fram að skaðabótakrafan væri á sviði opinbers réttar þar sem hann hefði starfað sem opinber starfsmaður og félli því utan samn- 15 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 9. Sú undantekning er þó gerð í V. gr. a. bókunar nr. 1 að í málum sem varða framfærsluskyldu tekur hugtakið „dómstóll" einnig til danskra, íslenskra og norskra stjómvalda. 16 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 9. í íslenskum rétti eru ákvæði í XX. kafla laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sem heimila tjónþola að gera bótakröfu í opinberu máli. 17 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 9. 18 Evrópudómstóllinn komst að sömu niðurstöðu í máli 814/79 Hollenska ríkið gegn Riiffer [1980] ECR 3807. Þar var því slegið föstu að hugtakið einkamál, þar á meðal verslunarmál, tæki ekki til dómsmála, sem höfðuð væru af stjórnvaldsstofnunum fyrir opinberar vatnaleiðir, í því skyni að fá bætt útgjöld við að fjarlægja flak sem stofnunin hafði fjarlægt eða látið fjarlægja samkvæmt alþjóðasamningi. 323
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.