Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 44
ingsins. Evrópudómstóllinn sló því föstu að undir hugtakið einkamál félli skaða- bótakrafa í refsimáli á Italíu í máli gegn kennara við þýskan skóla sem hafði valdið nemanda tjóni með vanrækslu á eftirlitsskyldu sinni. Talið var að eftirlitsskylda kennara sem starfaði hjá hinu opinbera væri ekki framkvæmd opinbers starfs, enda þótt svo teldist vera samkvæmt rétti þess ríkis sem kennarinn kemur frá. Mál 10/77 Bavaria og Germanair gegn Eurocontrol [1977] ECR 1517. í þessum dómi kom fram að hugtakið einkamál geti verið túlkað með mismunandi hætti í Brusselsamningnum og öðrum tvíhliða samningum um viðurkenningu og fullnustu dóma. Af þessu leiðir að dómur sem fellur utan gildissviðs Brusselsamningsins getur fallið innan tvíhliða samnings um viðurkenningu og fullnustu dóma, ef hugtakið er túlkað þar með öðrum hætti en í Brusselsamningnum. Frá meginreglunni eru gerðar nokkrar undantekningar í 2. mgr. 1. gr. Utan samningsins falla mál um 1) persónulega réttarstöðu manna, rétthæfi eða ger- hæfi, fjármál hjóna, bréfarf eða lögarf, 2) gjaldþrot, nauðasamninga eða sam- bærilega málsmeðferð, 3) almannatryggingar og loks 4) gerðardóma.19 Þar sem samningurinn tekur einungis til einkamála falla opinber mál að sjálfsögðu utan hans. Samningurinn gildir ekki um skattamál, tollamál eða stjórnsýslumál, eins og áður segir. Ymsar ástæður eru fyrir framangreindum undantekningum. Ein ástæðan er sú að opinberir hagsmunir eru í húfi sem samningsríkin vilja sjálf ráða yfir.20 Önnur er sú að mjög mismunandi reglur gilda um þessi mál í samningsríkjun- um, auk þess sem lagaskilareglur á þessum sviðum eru ólíkar í einstökum ríkj- um.21 Það hefði því reynst erfitt að ná samkomulagi um samninginn, nema með því að draga úr þeirri skilvirkni sem stefnt er að með honum.22 Loks er að finna sérstaka samninga sem gilda á einstökum sviðum. Enda þótt það sé ekki tekið berum orðum fram í Lúganósamningnum gilda ákvæði hans eingöngu um einkamál sem tengjast fleiri en einu landi.23 Málið má ekki vera þannig vaxið frá sjónarhóli dómstóls sem fer með það að um sé að ræða hreina innlenda hagsmuni.24 Sem dæmi má nefna danskan og þýskan ríkisborgara sem eiga heimilisfesti á íslandi og deila um skuld er ber að efna hér á landi. Hér verður að telja að um innlenda hagsmuni sé að ræða sem falla utan Lúganósamningsins. 19 Sjá nánar um undantekningar þessar P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 10; Peter Kaye: Civil Juris- diction and Enforcement of Foreign Judgements bls. 84; O'Malley og Layton: European Civil Practice, bls. 354. 20 Alþt. 1995, A-deild, bls. 2561. 21 Lennart Pálsson: Luganokonventionen. Stokkhólmur 1992, bls. 41. 22 Alþt. 1995, A-deild, bls. 2561. 23 Sjá t.d. Alþt. 1995, A-deild, bls. 2561, þar sem segir m.a. að Lúganósamningurinn gildi að sjálf- sögðu einungis um þau einkamál sem hafa á sér vissan alþjóðlegan blæ. Sjá einnig P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 8; Peter Kaye: Civil Jurisdiction and Enforcement of Foreign Judgements, bls. 216-225; O'Malley og Layton: European Civil Practice, bls. 329-331. 24 Lennart Pálsson: Bryssel- och Luganokonventionema. Stokkhólmur 1995, bls. 47. 324
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.