Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 45
2.4.2 Landfræðilegt gildissvið og gildistaka
I 60. gr. er ítarlega mælt fyrir um landfræðilegt gildissvið Lúganósamnings-
ins. Þar kemur fram hvaða ríki geti orðið aðilar að samningnum. Þá er í 61. og
62. gr. kveðið á um undirritun og fullgildingu annars vegar og aðild hins vegar.
Samkvæmt a-lið 60. gr. geta þau riki sem falla undir eftirtalda liði orðið aðilar
að samningnum: a) ríki sem eru aðilar að ESB eða EFTA þegar samningurinn
er lagður fram til undirritunar, b) ríki sem gerast aðilar að ESB eða EFTA eftir
að samningurinn er lagður fram til undirritunar og c) ríki sem boðin verður að-
ild í samræmi við b-lið 1. mgr. 62. gr., þ.e. „þriðju ríki".25
Gildistökuákvæði Lúganósamningsins er að finna í 54. gr. Meginreglan er sú
að ákvæðum samningsins skuli einungis beita um dómsmál, sem höfðuð eru, og
um opinberlega staðfest skjöl sem gefin eru út eftir að samningurinn öðlast gildi
í dómsríkinu og þegar krafist er viðurkenningar eða fullnustu á dómi eða opin-
berlega staðfestu skjali í því ríki sem beiðni er beint til, sbr. 1. mgr. 54. gr. Hins
vegar ber að beita reglum samningsins um dómsmál sem er höfðað eftir gildis-
töku hans, enda þótt lögsaga dómstóls byggist á varnarþingssamningi sem aðil-
ar hafa gert sín á rnilli fyrir gildistöku samningsins.26
2.5 Túlkun27
Bókun nr. 2 við Lúganósamninginn varðar samræmda túlkun samningsins.
Mjög mikilvægt er að dómstólar samningsrtkjanna túlki samninginn með sem
líkustum hætti. Að öðrum kosti er hætt við að aðilar dómsmála, hvor í sínu
aðildarríkinu, stæðu ekki jafnt að vígi. Hér verður að hafa í huga þann tilgang
samningsins að koma á „frjálsri hreyfingu" dóma í einkamálum með því að
óheimilt er að endurskoða erlendan dóm að efni til þegar tilteknar forsendur eru
fyrir hendi.28
I 1. gr. bókunar nr. 2 er tekið fram að dómstólar hvers samningsríkis skuli,
þegar þeir beita og túlka ákvæði samningsins, „taka réttmætt tillit til“ þeirra
meginsjónarmiða sem fram koma í dómsúrlausnum annarra samningsríkja sem
25 Eins og ráða má af b-lið 62. gr. eru skilyrðin fyrir aðild þriðju ríkja ströng. Þetta var án efa erfið-
asta úrlausnarefni sérfræðinganefndarinnar sem vann að samningu Lúganósamningsins. Sjá P.
Jenard og G. Möller: „Report on the Convention on jurisdiction and the enforcement of judge-
ments in civil and commercial matters done at Lugano on 16 September 1988“. Official Journal of
the European Communities 1990 C 189, bls. 57 (bls. 83).
26 Sjá mál 25/79 Sanicentral gegn Collin [1980] ECR 3807. Sú staða getur einnig komið upp að
vamarþingssamningur sem var ógildur samkvæmt lögum þess lands þar sem hann var gerður verði
gildur samkvæmt Lúganósamningnum ef hann er í samræmi við 17. gr. samningsins og mál er
höfðað fyrst eftir að samningurinn var fullgiltur. Með sama hætti getur aðstaðan verið sú að vam-
arþingssamningur, sem í upphafi var gildur, missi gildi sitt þegar Lúganósamningurinn er staðfestur
þar sem hann uppfyllir ekki lengur skilyrði 17. gr.
27 Sjá nánar Stefán Már Stefánsson: „Samræmd túlkun Luganosamningsins“. Tímarit lögfræð-
inga, 2. hefti 1993, bls. 33 o.áfr., þar sem hann fjallar um meginatriðin varðandi túlkun samnings-
ins.
28 Stefán Már Stefánsson: „Samræmd túlkun Luganosamningsins", bls. 34.
325