Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 55
Mál 34/1982 Effer gegn Kantner [1983] ECR 987. Þar voru málavextir þeir að ítalska fyrirtækið Effer framleiddi Iyftubúnað. Þýska fyrirtækið Hykra sá um sölu á búnaðinum í Þýskalandi. Þar sem hér var um að ræða nýja tegund af lyftubúnaði var nauðsynlegt að kanna hvort uppfinningin kynni að brjóta í bága við skráð einkaleyfi í Þýskalandi. Með þetta fyrir augum fékk Hykra þýskan verkfræðing, Kantner, til þess að rannsaka hvort uppfinningin bryti í bága við einkaleyfi í Þýskalandi. Hykra varð gjaldþrota og upp kom ágreiningur milli Effer og Kantner hvort Hykra hefði í eigin nafni eða í nafni Effer samið við hann um að gera rannsóknina. Það var m.ö.o. ágreiningur um hvort samningur væri til staðar milli Effer og Kantner. Evrópudóm- stóllinn komst að því að ekki skipti máli hvort ágreiningur væri milli aðila um tilvist samnings. Efndastaðarvamarþing ætti við í málinu. Rökin voru þau að alltof auðvelt væri fyrir annan samningsaðilann að halda því fram að samningur væri ekki fyrir hendi og komast þannig fram hjá þessari vamarþingsreglu og neyða sóknaraðilann til þess að höfða málið á heimavamarþingi vamaraðila. Væri í reynd nauðsynlegt fyrir dómstól að fá málið til meðferðar til þess að geta metið hvort samningur væri fyrir hendi. 3.3.2.4 Hvaða skuldbindingu er um að ræða? I flóknum skuldarsamböndum er algengt að um sé að ræða fleiri en eina skuldbindingu sem efna ber á mismunandi stöðum. I de Bloos málinu var þeirri spumingu svarað hvaða skuldbinding ræður úrslitum um hver sé efndastaður samnings. Mál 14/76 de Bloos gegn Bouyer ECR [1976] 1497. í þessu máli var ágreiningur vegna einkaumboðssamnings milli fransks birgja, Bouyer, og belgísks smásala, de Bloos. De Bloos hélt því fram að Bouyer hefði sagt upp samningnum með ólögmæt- um hætti belgískum lögum samkvæmt. Hann krafðist þess að samningnum yrði rift með dómi og að Bouyer yrði dæmdur til greiðslu skaðabóta fyrir tjón vegna glataðrar viðskiptavildar. Evrópudómstóllinn skilgreindi hugtakið skuldbindingu sjálfstæðri skýringu og tók fram að ekki væri átt við hvaða skuldbindingu sem væri samkvæmt samningi. Einungis væri átt við þá samningsskuldbindingu sem væri grundvöllur málsóknar, þ.e. þá skuldbindingu sem sóknaraðili teldi að væri vanefnd í því tilviki. Framangreinda niðurstöðu má telja rökrétta enda væri annars hægt að mynda vamarþing með því að vísa til skuldbindingar sem væri í reynd óskyld þeirri sem deilt væri um í málinu, þótt hún væri innan samningsins. Sú aðferð sem beitt var í de Bloos málinu svarar því hins vegar ekki hvemig með skuli fara þegar sóknaraðili gerir kröfu um efndir á fleiri en einni skyldu sem vamaraðila ber að efna í mismunandi samningsríkjum. Evrópudómstóllinn hefur leyst þetta vandamál að nokkru í Shenavai málinu. Mál 266/85 Shenavai gegn Kreischer [1987] ECR 239. f þessu máli fékk Kreischer, sem búsettur var í Hollandi, Shenavai, sem var arkitekt búsettur í Þýskalandi, til þess að teikna þrjá sumarbústaði í Þýskalandi. í málinu var ágreiningur um þóknun arki- tektsins. Niðurstaðan varð að sú skuldbinding sem væri afgerandi við ákvörðun á efndastað samkvæmt 1. tölul. 5. gr. væri sú samningsskuldbinding sem beinlínis lægi 335
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.