Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 61

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 61
en staðurinn þar sem afleiðingar tjónsins koma fram. Á þessu álitaefni var tekið í Bier málinu. Þessi dómur er dæmi um það tilvik að orsök og afleiðingu tjóns er að finna í sitthvoru landinu. Mál 21/76 Bier gegn Mines de Potasse d'Alsace L1976] ECR 1735. í málinu var því haldið fram að hinir frönsku varnaraðilar hefðu mengað þann hluta árinnar Rín sem er í Frakklandi, áin hefði síðan runnið til Hollands og valdið tjóni á garðrækt hollensks fyrirtækis. Sú spuming var lögð fyrir Evrópudómstólinn hvar tjónsatburð- urinn hefði orðið í skilningi 3. tölul. 5. gr. Niðurstaðan var sú að ákvæðinu væri ætlað að ná bæði til þess staðar þar sem atvik sem veldur tjóni verður, sem og þess staðar þar sem afleiðingar tjónsins koma fram. Dómstóllinn rökstuddi þessa víðtæku túlkun sína með þrennum hætti. I fyrsta lagi miðaði 3. tölul. 5. gr. að því að veita viðeigandi dómstóli lögsögu. I annan stað væri reglan sniðin að því að gefa sóknaraðila möguleika á að sækja mál í öðru ríki en því sem varnaraðili ætti heimili. I þriðja lagi væri óeðlilegt að taka út einn þátt í tjóninu á kostnað annarra og byggja vamarþing á honum. Af niðurstöðu þessa máls leiðir að skilja verður hugtakið „sá staður þar sem tjónsatburðurinn varð“ svo að það taki bæði til þess staðar þar sem tjónið varð og enn fremur þess staðar þar sem tjóninu var valdið. Þannig á sóknaraðili val um það fyrir hvorum dómstólnum hann höfðar mál. Erfitt getur verið að ákvarða hver sé staðurinn þar sem tjóni var valdið þegar um er að ræða ærumeiðingar sem settar eru fram í fleiri en einu samningsríki af aðila sem búsettur er í samningsrfki. Hefur reglan verið talin sú að dómstóll í því landi þar sem tjónvaldur á heimili sé bær til þess að taka afstöðu til alls tjónsins. Á hinn bóginn hafa dómstólar í öðrum samningsríkjum þar sem tjónið kemur fram einungis heimild til þess að taka afstöðu til þess tjóns sem valdið er í viðkontandi ríki.93 3.3.5 Varnarþing í refsimáli Þegar krafist er skaðabóta eða þess að fyrra ástandi verði komið á og krafan á rót sína að rekja til refsiverðs verknaðar, má sækja mál fyrir þeim dómstóli þar sem opinbera málið er til meðferðar, að því tilskildu að dómstóllinn, sam- kvæmt þeim lögum sem við hann gilda, sé bær til að fara með kröfur borgara- réttarlegs eðlis, sbr. 4. tölul. 5. gr. Lúganósamningsins. Tilvist þessarar reglu má skýra með því að í refsimáli er ekki ávallt nauð- synlegt að höfða málið við dómstól þar sem ákærði á heimili eða þar sem hin refsiverða háttsemi átti sér stað, heldur kann mál að vera höfðað í því samnings- ríki þar sem ákærði er ríkisborgari eða þar sem hann var handtekinn.94 93 Sjá mál C-68/93 Fiona Schevill gegn Presse AUiance [1995] ECR 1-415. Sjá nánar um æru- meiðingar Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 166-168. 94 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 26. 341
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.