Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 69

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 69
Talið var hentugt að mál um persónulega skuld eiganda fasteignar mætti sameina máli um nauðungarsölu á fasteigninni í þeim samningsríkjum þar sem slíkt væri heimilt. Þess vegna var álitið viðeigandi að hafa í samningnum ákvæði sem heimilar að höfða mál gegn einstaklingi, sem á heimili í samnings- ríki, vegna mála sem tengjast samningi, ef sameina má það mál öðru máli gegn vamaraðila um réttindi yfir fasteign fyrir dómstóli þar sem fasteignin væri.123 3.4 Varnarþing í vátryggingar- og neytendamálum 3.4.1 Almennt í 3. og 4. kafla II. hluta Lúganósamningsins eru sérstakar vamarþingsreglur sem gilda í vátryggingarmálum (7.-12. gr. A) og neytendamálum (13.-15. gr.). Markmið þessara reglna er að vernda þann samningsaðila sem fyrirfram eru taldar lrkur á að sé í lakari stöðu við samningsgerðina.124 Mikilvægi reglnanna má m.a. ráða af því að samkvæmt 1. mgr. 28. gr. skal ekki viðurkenna dóm ef hann brýtur gegn ákvæðum 3. og 4. kafla II. hluta, en meginreglan um aðrar vamarþingsreglur samningsins er sú að dómsvald dómstóls í dómsríki verður ekki endurskoðað. 3.4.2 Vátryggingarmál 3.4.2.1 Gildissvið Hugtakið vátryggingarmál er ekki skilgreint í Lúganósamningnum, en af 1. gr. má þó ráða að það tekur ekki til almannatrygginga eða annarra opinberra trygginga.125 Utan sviðs vátryggingarmála falla einnig endurtryggingarmál, enda er ekki talin þörf fyrir réttarvemd í þeim málum með sama hætti og þegar einstaklingar eiga í hlut.126 Eru líkur á að hugtakið beri að skýra sjálfstæðri skýringu.127 Það er skilyrði þess að um vátryggingarmál í skilningi samningsins sé að ræða að vátryggjandi sé aðili málsins, hvort heldur er til sóknar eða varnar. Gagnaðilinn getur þá verið vátryggingartaki, vátryggður, sá sem vátryggingar nýtur eða hver annar sem byggir réttindi eða skyldur á vátryggingarsamningi, t.d. tjónþoli þegar um ábyrgðartryggingu er að ræða, sbr. 10. gr. A hinn bóginn 123 P. Jenard og G. Möller: OJ 1990 C 189, bls. 74. 124 Alþt. 1995, A-deild, bls. 2564. Sjá nánar um rökin P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 28. 125 Sjá t.d. Lennart Pálsson: Bryssel- och Luganokonventionema, bls. 116. 126 Sjá Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 116. Þess skal þó getið að innan gildissviðs reglunnar falla ýmis tilvik vátryggingarmála þar sem talið hefur verið að sérstök sjónarmið um aukna réttarvemd annars aðilans eigi ekki við. Sjá gagnrýni Geimer og Schutze: Internationale Urteilsan- erkennung, bls. 399-401. 127 Sjá t.d. Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 179; Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 76; O'Malley & Layton: European Civil Practice, bls. 460. Sjá til hliðsjónar mál 150/77 Bertrand gegn Ott [1978] ECR 1431. í máli þessu taldi Evrópudóm- stóllinn að hugtakið kaup með afborgunarkjörum, sem þá var í Brusselsamningnum, yrði að skýra sem sjálfstætt hugtak og sameiginlegt fyrir öll samningsríkin. 349
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.