Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 72

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 72
Ef lög um beina málsókn veita heimild til að draga vátryggjanda eða vá- tryggðan inn í málið hefur sami dómstóll þá einnig heimild gagnvart þeim, sbr. 3. mgr. 10. gr. Tilgangur þessarar reglu er að veita ábyrgðartryggjanda tækifæri til þess að sakaukastefna vátryggingartaka eða vátryggðum þegar lög þess rrkis sem beitt verður (lex causa) heimila slíkt. Þykir réttarfarsleg nauðsyn standa til þess að kröfurnar verði til meðferðar við sama dómstól þannig að ekki falli ósamrýmanlegir dómar í mismunandi samningsríkjum.140 3.4.2.3 Mál gegn vátryggingartaka Meginreglan samkvæmt 1. mgr. 11. gr. er sú að vátryggjandi má einungis höfða mál fyrir dómstólum í samningsríki þar sem varnaraðili á heimili, hvort sem hann er vátryggingartaki, vátryggður eða annar rétthafi, sbr. þó 3. mgr. 10. gr. Þessi regla svarar til 2. gr. Ef vátryggingartaki býr í þriðja ríki kemur til beit- ingar 4. gr.141 Ákvæði 2. mgr. 11. gr. varðar gagnkröfu og svarar hún til 3. mgr. 6. gr. Segir þar að ákvæði 4. kafla hafi ekki áhrif á rétt til að bera fram gagnkröfu fyrir þeim dómstóli þar sem aðalkrafan er til meðferðar í samræmi við ákvæði kaflans. Enda þótt ekki sé berurn orðum gert skilyrði um að kröfumar séu gagnkvæmar er talið að svo verði einnig að vera í vátryggingarmálum.142 3.4.2.4 Varnarþingssamningar í 12. gr. er regla sem takmarkar heimildina til þess að semja um varnarþing í vátryggingarmálum. Reglan er sett til verndar vátryggingartaka og hefur það að leiðarljósi að koma í veg fyrir að vátryggjandi geti í krafti sterkari samnings- stöðu sinnar samið um aðrar vamarþingsreglur en leiða af Lúganósamningnum, sér til hagsbóta en vátryggingartaka til óhagræðis.143 Um formkröfur samnings um vamarþing gildir 17. gr. Lúganósamningsins.144 í einungis fimm tilvikum er heimilt að víkja frá ákvæðum 3. kafla II. hluta með samningi. í fyrsta lagi er samningur því aðeins gildur að hann sé gerður eftir að ágrein- ingur er risinn, sbr. 1. tölul. 12. gr. Rökin fyrir þessari heimild eru þau að ekki sé þörf fyrir sérstaka réttarfarslega réttarvernd eftir að ágreiningur er kominn upp.145 í öðru lagi gildir sú regla samkvæmt 2. tölul. 12. gr. að samningur er því aðeins gildur að hann veiti vátryggingartaka, vátryggðum eða öðrum rétthafa heimild til málshöfðunar fyrir öðrum dómstólum en þeim sem nefndir em í 8,- 140 Peter Arnt Nielsen: International privat- og procesret, bls. 182. 141 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 79. 142 Sjá t.d. Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 79; Jan Kroppholler: Euro- páisches ZivilprozeBrecht, bls. 92. 143 Regla þessi kemur þó ekki í veg fyrir að mál verði lagt fyrir gerðardóm, enda falla slíkir dóm- stólar utan gildissviðs Lúganósamningsins, sbr. 4. tölul. 2. mgr. 1. gr. 144 Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 119; Allan Philip: EU-IP, bls. 89. 145 Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 183. 352
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.