Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 73

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 73
10. gr. Réttaráhrif slíks samnings um vamarþing eru því einungis þau að hann veitir vátryggingartaka fleiri möguleika um vamarþing (prorogation), en sviptir hann ekki þeim möguleika að nýta sér vamarþingsreglurnar í 3. kafla.146 í þriðja lagi er samningur því aðeins gildur að hann sé gerður milli vátrygg- ingartaka og vátryggjanda sem báðir áttu heimili eða dvöldust að jafnaði í sama samningsrtki þegar samningurinn var gerður og hann veitir dómstólum þess ríkis dómsvald, jafnvel þótt tjónsatburðurinn kunni að verða erlendis, enda sé slíkur samningur ekki andstæður lögum þess ríkis, sbr. 3. tölul. 12. gr.147 í fjórða lagi er samningur því aðeins gildur að hann sé gerður við vátrygg- ingartaka sem ekki á heimili í samningsríki, nema um sé að ræða vátryggingu sem lögboðin er eða hún varðar fasteign í samningsríki, sbr. 4. tölul. 12. gr. Þessi regla var sett inn í Brusselsamninginn með tilliti til enskrar vátryggingar- starfsemi sem hefur á hendi stóran hluta alþjóðlegrar vátryggingarstarfsemi, m.a. sjó- og flugvátryggingar. Þar tíðkast að vátryggingarfélögin geri varnar- þingssamninga við vátryggingartaka frá þriðja ríki þar sem kveðið er á um það að enskir dómstólar hafi einir dómsvald í málum um ágreining vegna vátrygg- ingarinnar. Þannig komast félögin hjá því að vera lögsótt við erlenda dómstóla. Ef beita ætti 9. gr. og 1. ntgr. 10. gr. í þessum málum myndi afleiðingin verða sú að vátryggingarfélögin ættu á hættu að verða lögsótt af vátryggingartaka á vamarþingi sem honum væri hagstæðara vegna þess að vamarþingssamningur myndi ekki halda samkvæmt almennu reglunni.148 Loks er vamarþingsregla í 5. tölul. 12. gr. sem kveður á um að gera megi samning um vamarþing ef hann varðar vátryggingarsamning sem tekur til eins eða fleiri áhættuflokka sem nefndir eru í 12. gr. A. Þessi regla er einnig sett með tilliti til enskrar vátryggingarstarfsemi, en hér er ekki talin sama þörf á rétt- arvernd og almennt gerist. Ástæðan er sú að hér er um fyrst og fremst um að ræða stórfyrirtæki sem eru í hlutverki vátryggingartakans, einkum útgerðarfyr- irtæki og flugfélög.149 3.4.3 Varnarþing í neytendamálum150 3.4.3.1 Gildissvið 14. kafla Lúganósamningsins eru reglumar um vamarþing í neytendamálum. Samkvæmt 1. mgr. 13. gr. er það forsenda fyrir beitingu vamarþingsreglna í neytendamálum að um sé að ræða samning sem maður (neytandi) gerir í til- gangi sem telja verður að varði ekki atvinnu hans. Þótt ekki sé það tekið berum 146 Sjá t.d. mál 201/82 Gerling gegn Amministrazione del Tesoro dello Slato [1983] ECR 2503. 147 Karnovs Lovsamling: 2. bindi 1998, bls. 3544. 148 Sjá Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 112 o.áfr. 149 Sjá Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 112 o.áfr. 150 Upprunalega tók 4. kafli Brusselsamningsins einungis til lausafjárkaupa með afborgunarskil- málum. Arið 1978 var gildissvið reglnanna víkkað svo að það næði einnig til ákveðinna neytenda- samninga, þar sem löggjöf í samningsríkjunum hafði færst í átt til aukinnar réttarverndar neytenda. Sjá Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 117. 353
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.