Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 95
nokkur almennur íslendingur til sjós eða lands geti gert sér vonir um að verða
jafnoki þeirra í tekjuöflun, sama hvaða hæfileikum hann er búinn. Hinir upp-
haflegu forréttindahafar, og þeir sem síðar hafa talið sig neydda til að kaupa af
þeim hlutdeild í þeirri gjöf, sem fulltrúar hins almenna borgara voru látnir gefa
þeim á sínum tíma, eru að miklu leyti eigendur vinnu og aflahæfis þeirra, sem
sömu atvinnu vilja stunda, en standa utan hóps þeirra. Því miður má ætla, að
þetta sé einmitt það grundvallaratriði íslenskrar fiskveiðistjórnar, sem sjávar-
útvegsráðherra segir að ekki verði breytt, þegar hann tilkynnir að hafist verði
handa innan skamms um að „leita sátta um fiskveiðistjómkerfið“. Það er skil-
greiningaratriði ánauðar, að ákveðinn aðili er lögum samkvæmt eigandi vinnu
og aflahæfis annars. Að því marki eru hinir fyrrnefndu herrar, og hinir síðar-
nefndu þrælar. Og það er ranglátt.
375