Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 97
A VIÐ OG DREIF
FRÁ LÖGFRÆÐINGAFÉLAGI ÍSLANDS
AÐALFUNDLR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 1999
Aðalfundur Lögfræðingafélags Islands var haldinn fimmtudaginn 14. októ-
ber 1999 á Hótel Loftleiðunr og hófst hann kl. 20:00.
Á dagskránni voru venjuleg aðalfundarstörf. Á fundinum lágu frammi:
skýrsla stjómar, reikningar félagsins og reikningar Tímarits lögfræðinga.
Fundur var settur af Helga Jóhannessyni hrl., formanni félagsins. Fundar-
stjóri var kjörinn Garðar Gíslason hæstaréttardómari. Fundarritari var Kristján
Gunnar Valdimarsson skrifstofustjóri.
Formaður félagsins flutti skýrslu stjómar. I umræðum um skýrslu stjómar
gerði Jakob Möller hrl., formaður lögmannafélagsins, Kínaferð félagsins að
umfjöllunarefni. Hann sagði marga lögfræðinga vera mjög hneykslaða yfir því
að félagið skyldi standa fyrir ferð til Kína þar sem ítrekuð mannréttindabrot
væru framin, m.a. lfflát og pyntingar.
Einar Farestveit, lögfræðingur nefndasviðs Alþingis, setti fram þá ósk að við
ákvörðun á tímasetningu málþinga félagsins í framtíðinni yrði tekið tillit til þess
að hinn 1. október ár hvert væri setning Alþingis og því væru margir lögfræð-
ingar uppteknir þann dag, en síðasta málþing félagsins hefði verið haldið 1.
október 1999.
Formaður félagsins lýsti því yfir að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs.
Hann þakkaði stjóm og félagsmönnum ágætt samstarf í formannstíð sinni.
Reikningar félagsins og Tímarits lögfræðinga voru samþykktir samhljóða á
fundinum.
Þá fór fram stjórnarkjör. Ragnhildur Amljótsdóttir deildarstjóri var kosin for-
maður og Kristján Gunnar Valdimarsson skrifstofustjóri var kosinn varafor-
maður.
Meðstjómendur voru kosnir: Steinunn Guðbjartsdóttir hdl., Benedikt Boga-
son skrifstofustjóri, Helgi I. Jónsson héraðsdómari, Páll Amór Pálsson hrl. og
Jóhann Benediktsson sýslumaður.
377