Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 4

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 4
Stjórnsýslunefndir geta haft ýmsa kosti umfram dómstóla og má nefna eftirfarandi: • Málsmeðferð fyrir stjómsýslunefndum tekur meira mið af sérkennum þeirra mála sem nefndin hefur til úrlausnar en málsmeðferð fyrir dómstólunum getur gert. • Málsmeðferð getur verið mun einfaldari en svigrúm er til fyrir dómstólum. • Aðilum er að jafnaði ekki nauðsynlegt að leita aðstoðar lögmanns en það sparar þeim útgjöld og auðveldar aðgang að úrlausn ágreiningsefna. • Sérhæfing stjómsýslunefnda er meiri en dómstóla sem ætti að leiða til aukinnar skilvirkni. • Ætla má að meira samræmi náist í niðurstöðum sjálfstæðra stjórnsýslunefnda en í úrlausnum innan hefðbundinnar stjórnsýslu eða fyrir dómstólum. • Málsmeðferð er ekki opinber að sama marki og fyrir dómstólum en opinber máls- meðferð og birting dóma getur verið þungbær fyrir málsaðila. Dómstólar hafa ýmsa kosti umfram stjómsýslunefndir og má þar nefna eftirfarandi: • Dómstólar starfa eftir ítarlegum, lögfestum málsmeðferðarreglum sem hafa verið skýrðar og túlkaðar í dómaframkvæmd. • Hlutlægni dómara og sjálfstæði er vandlega tryggt með lagareglum. • Dómarar hafa mikla þjálfun í réttarfari og staðgóða þekkingu á grundvallarsjónar- miðum sem hafa verður í heiðri við úrlausn ágreinings. • Dómstólar búa yfir langri hefð og festu sem skapar heppilega ytri umgjörð. • Málsmeðferð dómstóla er opinber og dómar birtir sem er í flestum tilvikum kostur. • Afrýjunarréttur er fyrir hendi. • Hægt er að fá gagnaðila dæmdan til að greiða málskostnað. • Skjalavistun og varðveisla er samræmd og traust. • Dómstólamir eru til staðar og geta tekið við nýjum verkefnum án verulegs til- kostnaðar. Þótt Sigurður hafi í huga hina almennu dómstóla þá sýnast rök hans eiga jafnt við um stjónsýsludómstóla þar sem þeirn er til að dreifa. Það sem Sigurður nefnir má eflaust gagnrýna í einhverjum greinum og fleira mætti tína til. Það myndi hins vegar verða of langt mál til þess að eiga heima hér. Það hefur færst töluvert í vöxt hér á landi að stjómsýslunefndum með úr- skurðarvaldi sé komið á fót en slíkt verður aðeins gert með lagasetningu. Nefndaflóra þessi í heild sinni sýnist afar fjölskrúðug og er mjög til efs að nokkur viti fjölda nefndanna eða hafi yfirsýn yfir starfsemi allra þeirra, þó að það skuli ekki fullyrt. Ekki er til að dreifa heildarlöggjöf um úrskurðamefndir á sviði stjórnsýslunnar eða starfshætti þeirra, en stjómsýslulögin geta tæpast talist slík heildarlög þótt úrskurðamefndunum beri að starfa eftir þeim. Það er fátt sem bendir til annars en stjómsýslunefndum með úrskurðarvald haldi áfram að fjölga eftir því sem ný réttarsvið koma til sögunnar. Það er fyllsta ástæða til þess að menn reyni að átta sig á því hvert stefnir og hvort ekki er rétt að koma einhverju lágmarksskipulagi á það þýðingarmikla úrskurðarvald sem er í höndunr stjómsýslunefndanna. Páll Hreinsson telur í framannefndri grein 198
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.