Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 16
Formlega hefur lögmaður ekki stöðu málflytjanda, eftir að hann er kominn út úr dómsalnum. I réttarsalnum nýtur hann dónrhelgi, hann getur, má og verður að segja allt það, sem verða má skjólstæðingi hans til framdráttar, að sjálfsögðu að teknu tilliti til ákvæða siðareglna og laga. Lögmaður verður og að hafa í huga ákvæði 19. gr. siðareglna, áður 18. gr., það er: Lögmaður skal sýna dómstólum fulla tillitssemi og virðingu í ræðu, riti og fram- komu. Lögmaður skal eftir sem áður gæta hagsmuna skjólstæðings síns fyrir dómi af fullri einurð og heiðarleika og án tillits til eigin hagsmuna eða hagsmuna annarra.9 Utan réttarsalarins nýtur lögmaðurinn ekki dómhelgi. Samt sem áður getur hann verið í þeirri stöðu að þurfa eða verða að segja allt það sama utan réttar og hann áður sagði fyrir réttinum. Kröfur 1. gr. siðareglnanna eru strangar og ekki alltaf auðvelt að verða við þeim. Lögmanninum ber líka að hafa í huga eftirfarandi ákvæði siðareglna: 34. gr. Lögmaður skal sýna gagnaðilum skjólstæðinga sinna fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu og þá tillitssemi sem samrýmanleg er hagsmunum skjólstæðinganna. Að þessu öllu gættu vaknar spurningin: Mátti lögmaðurinn segja utan réttar, að skjólstæðingur hans væri saklaus? Mátti hinn sýknaði maður sjálfur segja, að hann væri saklaus? Ef við játum hinum sýknaða manni rétti til þess að segja að hann væri saklaus, mátti þá verjandi hans endurtaka utan réttar, það sem hann hafði sagt innan réttar, mátti hann segja, að hinn ákærði væri saklaus, ekki bara að sekt hans hefði ekki verið sönnuð, og síðan að hann hefði verið sýknaður?10 Ég á ekki svar við spumingunni um það, að hve miklu leyti lögmaður hefur rétt til þess að tjá sig á sama hátt og skjólstæðingurinn. Niðurstöður stofnana Evrópuráðsins í málum, sem varða lögmenn Mál Schöpfer gegn Sviss Mannréttindadómstóll Evrópu sýnist aðeins tvisvar hafa þurft að fjalla um mál, sem vörðuðu sérstaklega tjáningarfrelsi lögmanna. Fyrri dómurinn var í máli Schöpfer 9 2. mgr. 18. gr. siðareglna var svohljóðandi: „Gagnrýni á störf og starfsháttu dómstóla má einungis hafa uppi á faglegum og málefnalegum grundvelli". Tekið eftir útgáfu Lögmannafélags fslands, sem dreift var meðal lögmanna vegna aðalfundar árið 2000. 10 Hafa verður í huga það sem áfrýjandi hefur sagt í blaðagrein eftir dóminn, að hann hafi ekki vitað fremur en aðrir, hvort kærandinn hefði sagt ósatt og hinn ákærði satt, sbr. það sem áður segir. Áfrýjandi mun og ekki hafa notað það orðalag, að hinn ákærði væri saklaus, sjá umfjöllun í kafla 3. 210
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.